Gluggagægir var í ímynduðu stríði Sigurjón M. Egilsson skrifar 19. nóvember 2014 10:15 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sér sig knúinn til að opinbera að hafa stundað njósnir um fólk, sem trúlega hafði pólitískar skoðanir aðrar en féllu forystu Sjálfstæðisflokksins í geð. Enginn rak á eftir Styrmi að játa á sig glæpinn. Það gerir hann ótilkvaddur. Styrmir stundaði njósnir fyrir Morgunblaðið, Sjálfstæðisflokkinn og sendiráð Bandaríkjanna. Allt var þetta gert undir yfirskyni ímyndaðs stríðs. Í öðrum bókum hefur komið fram að gögnum um fólk var safnað og þær upplýsingar notaðar gegn viðkomandi. Til dæmis hvað varðar möguleika til atvinnu. Heimildarmanni sínum greiddi Styrmir peninga. „Hvaðan komu peningarnir? Ég tel, en hef ekki vissu fyrir því, að framan af og lengst af hafi þeir komið úr bandaríska sendiráðinu. Seinni hluta þessa tímabils, sem segja má í stórum dráttum að hafi staðið yfir frá 1961 og fram undir stofnun Alþýðubandalagsins 1968, komu þeir frá Sjálfstæðisflokknum og undir lokin frá Morgunblaðinu,“ skrifar Styrmir um njósnirnar. Þeir sem borguðu fengu afraksturinn til sín í skýrsluformi. Fyrst ber að nefna Bjarna Benediktsson, dómsmálaráðherra og síðar forsætisráðherra, og Geir Hallgrímsson borgarstjóra, ritstjóra Morgunblaðsins og svo bandaríska sendiráðið. Styrmi fannst ekkert og finnst ekkert að því að hafa njósnað um íslenska ríkisborgara fyrir leyniþjónustu erlends ríkis. Allt í krafti ímyndaðs stríðs. „Þetta er náttúrulega bara bull í Styrmi,“ segir Svavar Gestsson í samtali við DV um þetta og hvers vegna Styrmir taldi sig þurfa eða eiga að njósna um fólk. „Ég velti því einnig fyrir mér hvað var það eiginlega sem hann var að grafast fyrir um? Þetta er einhver uppblásinn kaldastríðsheimur þeirra sjálfra,“ segir Svavar í sama viðtali. Aftur og aftur opinberast njósnir Sjálfstæðisflokksins í fortíðinni. Menn á vegum flokksins virðast ekki hafa hikað við að njósna um fólk og safna þannig upplýsingum sem síðan voru notaðar til að draga úr möguleikum fólks til atvinnu og margs annars. Nú er svo komið að einn njósnaranna stígur fram og viðurkennir að hafa vanhelgað einkalíf fólks. Hann nánast lá á gluggum fólks, færði til bókar það sem hann varð áskynja. Og allt var gert í nafni þessa ímyndaðs stríðs. Þvílík skömm. Annars er merkilegt að þegar frásögn og játningar Styrmis eru opinberaðar, gerist það á sama tíma og lögreglan á eftir að bíta úr nálinni með að hafa njósnað um fólk í áraraðir, frá hruni og nánast til dagsins í dag. Vonandi sjá sem flest okkar hversu frekt og alvarlegt brot þetta er. Það er ekki við það unandi að Sjálfstæðisflokkurinn, Morgunblaðið eða lögreglan safni saman upplýsingum um fólk sem hefur aðrar stjórnmálaskoðanir en viðurkenndar eru í þessum hópum. Tilgangur með njósnunum var og er að færa skoðanir og athafnir saklauss fólks til bókar. Væntanlega til að grípa til, þegar þurfa þykir. Styrmir segir í bók sinni: „Kalda stríðið var stríð sem háð var með öðrum hætti en með vopnum.“ Og svo þetta: „En eðlis þess vegna er rétt og sjálfsagt að velta upp nokkrum siðferðilegum spurningum í því sambandi.“ Gerum ráð fyrir að fátt hafi breyst og enn sé njósnað á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sér sig knúinn til að opinbera að hafa stundað njósnir um fólk, sem trúlega hafði pólitískar skoðanir aðrar en féllu forystu Sjálfstæðisflokksins í geð. Enginn rak á eftir Styrmi að játa á sig glæpinn. Það gerir hann ótilkvaddur. Styrmir stundaði njósnir fyrir Morgunblaðið, Sjálfstæðisflokkinn og sendiráð Bandaríkjanna. Allt var þetta gert undir yfirskyni ímyndaðs stríðs. Í öðrum bókum hefur komið fram að gögnum um fólk var safnað og þær upplýsingar notaðar gegn viðkomandi. Til dæmis hvað varðar möguleika til atvinnu. Heimildarmanni sínum greiddi Styrmir peninga. „Hvaðan komu peningarnir? Ég tel, en hef ekki vissu fyrir því, að framan af og lengst af hafi þeir komið úr bandaríska sendiráðinu. Seinni hluta þessa tímabils, sem segja má í stórum dráttum að hafi staðið yfir frá 1961 og fram undir stofnun Alþýðubandalagsins 1968, komu þeir frá Sjálfstæðisflokknum og undir lokin frá Morgunblaðinu,“ skrifar Styrmir um njósnirnar. Þeir sem borguðu fengu afraksturinn til sín í skýrsluformi. Fyrst ber að nefna Bjarna Benediktsson, dómsmálaráðherra og síðar forsætisráðherra, og Geir Hallgrímsson borgarstjóra, ritstjóra Morgunblaðsins og svo bandaríska sendiráðið. Styrmi fannst ekkert og finnst ekkert að því að hafa njósnað um íslenska ríkisborgara fyrir leyniþjónustu erlends ríkis. Allt í krafti ímyndaðs stríðs. „Þetta er náttúrulega bara bull í Styrmi,“ segir Svavar Gestsson í samtali við DV um þetta og hvers vegna Styrmir taldi sig þurfa eða eiga að njósna um fólk. „Ég velti því einnig fyrir mér hvað var það eiginlega sem hann var að grafast fyrir um? Þetta er einhver uppblásinn kaldastríðsheimur þeirra sjálfra,“ segir Svavar í sama viðtali. Aftur og aftur opinberast njósnir Sjálfstæðisflokksins í fortíðinni. Menn á vegum flokksins virðast ekki hafa hikað við að njósna um fólk og safna þannig upplýsingum sem síðan voru notaðar til að draga úr möguleikum fólks til atvinnu og margs annars. Nú er svo komið að einn njósnaranna stígur fram og viðurkennir að hafa vanhelgað einkalíf fólks. Hann nánast lá á gluggum fólks, færði til bókar það sem hann varð áskynja. Og allt var gert í nafni þessa ímyndaðs stríðs. Þvílík skömm. Annars er merkilegt að þegar frásögn og játningar Styrmis eru opinberaðar, gerist það á sama tíma og lögreglan á eftir að bíta úr nálinni með að hafa njósnað um fólk í áraraðir, frá hruni og nánast til dagsins í dag. Vonandi sjá sem flest okkar hversu frekt og alvarlegt brot þetta er. Það er ekki við það unandi að Sjálfstæðisflokkurinn, Morgunblaðið eða lögreglan safni saman upplýsingum um fólk sem hefur aðrar stjórnmálaskoðanir en viðurkenndar eru í þessum hópum. Tilgangur með njósnunum var og er að færa skoðanir og athafnir saklauss fólks til bókar. Væntanlega til að grípa til, þegar þurfa þykir. Styrmir segir í bók sinni: „Kalda stríðið var stríð sem háð var með öðrum hætti en með vopnum.“ Og svo þetta: „En eðlis þess vegna er rétt og sjálfsagt að velta upp nokkrum siðferðilegum spurningum í því sambandi.“ Gerum ráð fyrir að fátt hafi breyst og enn sé njósnað á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun