Audi Prologue markar framtíðarhönnun stærri Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 11:41 Audi Prologue. Audi er þessa dagana að kynna nýjan tilraunabíl á bílasýningunni í Los Angeles en hann á að marka nýja hönnunarstefnu Audi. Bíllinn kallast Audi Prologue og er stór fólksbíll sem líklegur er til að keppa við Mercedes Benz S-Class Coupe og er tveggja dyra. Þessi bíll gefur tóninn fyrir næstu kynslóðir A6, A7 og A8 bíla Audi og hönnuður hans, Marc Lichte sem kom frá Volkswagen er nú ábyrgur fyrir ytri hönnun Audi bíla, segir að þessar 3 gerðir stærri Audi bíla hafi nú fengið útlitið frá þessum bíl. Bílarnir hafa þegar verið hannaðir, en samt er þessi bíll fyrsti bíllinn sem sést eftir hann frá því hann tók við starfinu. Nýtt útlit A6, A7 og A8 hefur þegar verið samþykkt af stjórn Audi og að sögn Marc Lichte verður A7 bíllinn líkastur þessum Prologue bíl, enda tveggja dyra bíll þar á ferð. Í Audi Prologue er 605 hestafla V8 vél með forþjöppum sem þeytir bílnum í hundraðið á 3,7 sekúndum. Prologue er jafn breiður og Audi A8, næstum jafn langur og talsvert lægri til þaksins. Hann er á 22 tommu felgum.Snyrtilegur og einfaldur að innan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent
Audi er þessa dagana að kynna nýjan tilraunabíl á bílasýningunni í Los Angeles en hann á að marka nýja hönnunarstefnu Audi. Bíllinn kallast Audi Prologue og er stór fólksbíll sem líklegur er til að keppa við Mercedes Benz S-Class Coupe og er tveggja dyra. Þessi bíll gefur tóninn fyrir næstu kynslóðir A6, A7 og A8 bíla Audi og hönnuður hans, Marc Lichte sem kom frá Volkswagen er nú ábyrgur fyrir ytri hönnun Audi bíla, segir að þessar 3 gerðir stærri Audi bíla hafi nú fengið útlitið frá þessum bíl. Bílarnir hafa þegar verið hannaðir, en samt er þessi bíll fyrsti bíllinn sem sést eftir hann frá því hann tók við starfinu. Nýtt útlit A6, A7 og A8 hefur þegar verið samþykkt af stjórn Audi og að sögn Marc Lichte verður A7 bíllinn líkastur þessum Prologue bíl, enda tveggja dyra bíll þar á ferð. Í Audi Prologue er 605 hestafla V8 vél með forþjöppum sem þeytir bílnum í hundraðið á 3,7 sekúndum. Prologue er jafn breiður og Audi A8, næstum jafn langur og talsvert lægri til þaksins. Hann er á 22 tommu felgum.Snyrtilegur og einfaldur að innan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent