Ljósmynd af Freyju vinnur til verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 13:06 Hér má sjá umrædda mynd af Freyju. mynd/Gabrielle Motola Ljósmynd af Freyju Haraldsdóttur, verkefnastýru og stjórnmálakonu, eftir ljósmyndarann Gabrielle Motola, var valin í Taylor Wessing Portrait Prize 2014. Sýning í tengslum við verðlaunin var opnuð í National Portrait Gallery í London þann 11. nóvember, en hún opnaði fyrir almenning þann 13. nóvember og verður opin fram yfir miðjan febrúar. Um 1700 ljósmyndarar með yfir 4.000 ljósmyndir sendu inn tilnefningar og var mynd Gabrielle ein af 60 ljósmyndum sem hlutu viðurkenningu. Gabrielle og Freyja hittust í Reykjavík fyrir rétt um ári síðan vegna vinnu Gabrielle við verkefnið Women of Iceland. Úr varð þessi verðlaunamynd ásamt viðtali sem verður hluti af bók sem Gabrielle vinnur nú að í samstarfi við íslenskan verkefnastjóra. Bókin inniheldur portrett ljósmyndir og viðtöl við um fimmtíu íslenskar konur þar sem tekin eru fyrir viðfangsefni tengd jafnrétti kynjanna út frá samfélagslegum málefnum, svo sem menntun, barnagæslu, fangelsismálum, fötlun, kynhneigð, nýsköpun og svo mætti lengi telja. Á meðal viðmælenda í bókinni eru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Auður Jónsdóttir. Ljósmyndir og texti eru hvoru tveggja unnin af Gabrielle sjálfri, en hún leitar nú útgefanda fyrir bókina á Íslandi og í Bretlandi. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ljósmynd af Freyju Haraldsdóttur, verkefnastýru og stjórnmálakonu, eftir ljósmyndarann Gabrielle Motola, var valin í Taylor Wessing Portrait Prize 2014. Sýning í tengslum við verðlaunin var opnuð í National Portrait Gallery í London þann 11. nóvember, en hún opnaði fyrir almenning þann 13. nóvember og verður opin fram yfir miðjan febrúar. Um 1700 ljósmyndarar með yfir 4.000 ljósmyndir sendu inn tilnefningar og var mynd Gabrielle ein af 60 ljósmyndum sem hlutu viðurkenningu. Gabrielle og Freyja hittust í Reykjavík fyrir rétt um ári síðan vegna vinnu Gabrielle við verkefnið Women of Iceland. Úr varð þessi verðlaunamynd ásamt viðtali sem verður hluti af bók sem Gabrielle vinnur nú að í samstarfi við íslenskan verkefnastjóra. Bókin inniheldur portrett ljósmyndir og viðtöl við um fimmtíu íslenskar konur þar sem tekin eru fyrir viðfangsefni tengd jafnrétti kynjanna út frá samfélagslegum málefnum, svo sem menntun, barnagæslu, fangelsismálum, fötlun, kynhneigð, nýsköpun og svo mætti lengi telja. Á meðal viðmælenda í bókinni eru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Auður Jónsdóttir. Ljósmyndir og texti eru hvoru tveggja unnin af Gabrielle sjálfri, en hún leitar nú útgefanda fyrir bókina á Íslandi og í Bretlandi.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira