Jules Bianchi ekki lengur haldið sofandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. nóvember 2014 23:00 Jules Bianchi hefur náð framförum að undanförnu en er enn meðvitundarlaus. Vísir/Getty Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt. Fjölskylda ökumannsins segir að hann andi nú sjálfur og að líðan hans sé stöðug. Hann var nógu stöðugur til að hægt væri að flyta hann heim frá Japan, þar sem hann hefur verið síðan slysið varð. „Næstum sjö vikur eru liðnar frá slysi Jules á Suzuka brautinni, eftir erfiða tíma á gjörgæsludeild, getum við tilkynnt að Jules hefur tekið stórt skref. Jules er ekki lengur haldið sofandi en hann er enn meðvitundarlaus,“ segir í yfirlýsingu frá foreldrum ökumannsins. „Hann andar sjálfur og líðan hans er stöðug, en ástand hans er enn flokkað sem alvarlegt. Meðferð hans fer nú á næsta skref og mun snúa að því að auka heilastarfsemi hans,“ segir einnig í yfirlýsingunni. „Við erum þakklát fyrir að næstu skref meðferðar geti farið fram nær heimili okkar, þar sem hann verður umkringdur og studdur áfram af stórfjölskyldunni og vinum. Við erum afar þakklát fyrir framúrskarandi ummönnun á Mie Prefectural sjúkrahúsinu þar sem hann hefur verið frá slysinu,“ halda foreldrar Jules áfram í yfirlýsingunni. Góðar fréttir af ökumanninum, sem lenti í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum. Vonandi halda góðar fréttir af honum áfram að berast. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Ólíklegt að Jules Bianchi nái meðvitund Jules Bianchi lenti í alvarlegu slysi á sunnudag í japanska kappakstrinum. Hann hefur nú verið greindur með alvarlega áverka á heila. 9. október 2014 16:00 Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40 Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt. Fjölskylda ökumannsins segir að hann andi nú sjálfur og að líðan hans sé stöðug. Hann var nógu stöðugur til að hægt væri að flyta hann heim frá Japan, þar sem hann hefur verið síðan slysið varð. „Næstum sjö vikur eru liðnar frá slysi Jules á Suzuka brautinni, eftir erfiða tíma á gjörgæsludeild, getum við tilkynnt að Jules hefur tekið stórt skref. Jules er ekki lengur haldið sofandi en hann er enn meðvitundarlaus,“ segir í yfirlýsingu frá foreldrum ökumannsins. „Hann andar sjálfur og líðan hans er stöðug, en ástand hans er enn flokkað sem alvarlegt. Meðferð hans fer nú á næsta skref og mun snúa að því að auka heilastarfsemi hans,“ segir einnig í yfirlýsingunni. „Við erum þakklát fyrir að næstu skref meðferðar geti farið fram nær heimili okkar, þar sem hann verður umkringdur og studdur áfram af stórfjölskyldunni og vinum. Við erum afar þakklát fyrir framúrskarandi ummönnun á Mie Prefectural sjúkrahúsinu þar sem hann hefur verið frá slysinu,“ halda foreldrar Jules áfram í yfirlýsingunni. Góðar fréttir af ökumanninum, sem lenti í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum. Vonandi halda góðar fréttir af honum áfram að berast.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Ólíklegt að Jules Bianchi nái meðvitund Jules Bianchi lenti í alvarlegu slysi á sunnudag í japanska kappakstrinum. Hann hefur nú verið greindur með alvarlega áverka á heila. 9. október 2014 16:00 Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40 Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00
Ólíklegt að Jules Bianchi nái meðvitund Jules Bianchi lenti í alvarlegu slysi á sunnudag í japanska kappakstrinum. Hann hefur nú verið greindur með alvarlega áverka á heila. 9. október 2014 16:00
Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40
Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04