Unnur Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Fusion og einkaþjálfari World Class, býður lesendum Lífsins á Vísi uppá uppskrift af Detox-drykk sem hittir í mark.
Detox-drykkur
Vatn
Sítróna
Lime
Engifer (ca 3 sentímetrar, skorið niður)
Grænt Te
Mintu lauf
Klakar
Allt sett saman í könnu og hrært vel saman eða blandað saman í blandara. Detox-drykkinn er hægt að bera fram kaldan eða heitan. Skreytið svo með súraldin eða sítrónu og fullt af hamingju.