Í stað Jungle treður íslenska sveitin Retro Stefson upp á þeim tíma sem Jungle átti að fara á svið samkvæmt frétt á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar.
Jungle var stofnuð af Josh Lloyd-Watson og Tom McFarland árið 2013 en þeir eru æskuvinir. Sveitin gaf út smáskífuna The Heat í október í fyrra og í desember var hljómsveitin tilnefnd til Sound of 2014-verðlaunanna hjá BBC.
Fyrsta plata sveitarinnar, Jungle, kom út í júlí á þessu ári og keppti um Mercury-verðlaunin í september.
Samkvæmt frétt á heimasíðu Iceland Airwaves gat hljómsveitin ekki troðið upp á hátíðinni vegna sjónvarpsviðburðar sem sveitin þurfti að sækja.