Blússandi hagnaður hjá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 14:45 Mercedes Benz C-Class. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur tilkynnt um 21% hagnaðaraukningu á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á tvöföldun á sölu flaggskipsins S-Class stóran þátt í þessari velgengni nú. Hagnaður nam 424 milljörðum króna en var 349 milljarðar í fyrra. Besti sölumánuður Mercedes Benz frá upphafi varð í september nýliðnum. Mercedes Benz kynnti nýjan AMG GT sportbíl á bílasýningunni í París á dögunum, sem og rándýrar gerðir Pullman útfærslu S-Class bílsins, en mikill hagnaður er af sölu slíkra bíla. Þá hefur bílaflóra Mercedes Benz af ódýrari gerðum vaxið stórum að undanförnu og farnast þeim flestum vel, ekki síst GLA jepplingnum. Mercedes Benz vex nú hraðar en bæði BMW og Audi og hefur það markmið að verða orðið söluhærra en bæði fyrirtækin við enda þessa áratugar.Trukkadeildin, Smart og Rolls Royce gengur einnig vel Inní hagnaðartölum Daimler er framleiðsla Rolls Royce bíla og skilaði breski bílaframleiðandinn góðum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Trukkadeild Mercedes Benz gekk einnig vel og skilaði 17% hagnaðaraukningu á tímabilinu og á gott gengi í Bandaríkjunum þar stærstan þátt. Trukkadeild Mercedes Benz er sú stærsta í heiminum. Daimler hagnaðist um 1.235 milljarða króna á síðasta ári en mun auka mjög við þann hagnað á þessu ári. Stefnt er að 10% hagnaði af veltu á árinu. Sala Mercedes Benz bíla hefur vaxið um 13% á þessu ári og hefur þegar selt 1,2 milljón bíla. Sala Smart bíla og Sprinter sendibíla hefur einnig verið með ágætum og eru nú seldir 233.000 slíkir á árinu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur tilkynnt um 21% hagnaðaraukningu á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á tvöföldun á sölu flaggskipsins S-Class stóran þátt í þessari velgengni nú. Hagnaður nam 424 milljörðum króna en var 349 milljarðar í fyrra. Besti sölumánuður Mercedes Benz frá upphafi varð í september nýliðnum. Mercedes Benz kynnti nýjan AMG GT sportbíl á bílasýningunni í París á dögunum, sem og rándýrar gerðir Pullman útfærslu S-Class bílsins, en mikill hagnaður er af sölu slíkra bíla. Þá hefur bílaflóra Mercedes Benz af ódýrari gerðum vaxið stórum að undanförnu og farnast þeim flestum vel, ekki síst GLA jepplingnum. Mercedes Benz vex nú hraðar en bæði BMW og Audi og hefur það markmið að verða orðið söluhærra en bæði fyrirtækin við enda þessa áratugar.Trukkadeildin, Smart og Rolls Royce gengur einnig vel Inní hagnaðartölum Daimler er framleiðsla Rolls Royce bíla og skilaði breski bílaframleiðandinn góðum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Trukkadeild Mercedes Benz gekk einnig vel og skilaði 17% hagnaðaraukningu á tímabilinu og á gott gengi í Bandaríkjunum þar stærstan þátt. Trukkadeild Mercedes Benz er sú stærsta í heiminum. Daimler hagnaðist um 1.235 milljarða króna á síðasta ári en mun auka mjög við þann hagnað á þessu ári. Stefnt er að 10% hagnaði af veltu á árinu. Sala Mercedes Benz bíla hefur vaxið um 13% á þessu ári og hefur þegar selt 1,2 milljón bíla. Sala Smart bíla og Sprinter sendibíla hefur einnig verið með ágætum og eru nú seldir 233.000 slíkir á árinu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent