Ertu með of háan blóðþrýsting? Rikka skrifar 5. nóvember 2014 11:30 visir/getty Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana. Heilsa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið
Blóðþrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um slagæðarnar með meiri þrýstingi en venjulega. Í mörgum tilfellum er ástæðan óþekkt og jafnvel margþætt en í einhverjum tilfellum er um hormónatruflanir að ræða eða ójafnvægi í nýrnastarfsemi. Einkenni of hás blóþþrýstings geta verið margvísileg en þekktustu einkennin eru höfuðverkur, þreyta, andþyngsli, blóðnasir og doði í útlimum. Í verstu tilfellum er of háum blóðþrýsting haldið í skefjum með lyfjagjöf en hægt er að halda honum í jafnvægi með hollu líferni svo sem næringaríku og hollu mataræði, hreyfingu, slökun og reyklausu lífi. Sé hár blóþrýstingur ekki meðhöndlaður getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og hjarta-, heila- og nýrnasjúkdóma. Næstkomandi helgi, 8-9 nóvember, mun Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja að koma í fría mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu, Síðumúla 6 frá kl. 10 – 16 báða dagana. Lokað verður fyrir skráningu kl. 15 þannig að mælt er með því að mæta fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.
Heilsa Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið