Ajax byrjaði leikinn mikið betur og var líklegra til að skora fram af. Það var því gegn gangi leiksins er Barcelona komst yfir.
Cillesen, markvörður Ajax, fór í skógarhlaup sem endaði með því að hinn smávaxni Lionel Messi skallaði boltann í netið. 70. mark hans í Meistaradeildinni eða einu færra en Raul sem á metið.
Messi jafnaði svo markametið um miðjan síðari hálfleik. Bjó til sókn sem hann síðan kláraði með því að renna sér á boltann. Sögulegt mark.
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax en fór af velli eftir rúman klukkutíma.