Ekta fjölskyldumyndband – dóttirin syngur bakraddir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 17:00 „Lagið heitir Vi har hinanden og er sungið á dönsku. Við bjuggum um tíma í Danmörku og fjallar textinn um drauma sem rættust, það er að flytja til annars lands og svo eignast barn,“ segir Valgerður Jónsdóttir. Hún skipar sveitina My Sweet Baklava ásamt eiginmanni sínum, Þórði Sævarssyni. Valgerður samdi textann við Vi har hinanden en lagasmíðin var í höndum hennar og Þórðs „Við bjuggum um tíma í Danmörku og eigum yndislegar minningar þaðan. Við fengum einmitt nokkrar vini okkar í Kaupmannahöfn til að senda okkur myndir frá borginni, sem fléttast inn í myndbandið. Þetta er ekta fjölskyldumyndband því dóttir okkar Sylvía kemur fram í myndbandinu. Hún syngur einnig bakraddir í laginu, en auk okkar spilar svo Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa,“ segir Valgerður en myndbandið við Vi har hinanden var tekið upp á Safnasvæðinu á Akranesi. Valgerður og Þórður hafa starfað saman í tónlist frá unglingsárunum. „Við höfum samið fjöldann allan af lögum og textum í gegnum tíðina, þó einungis lítið brot hafi ratað í útgáfu. Í fyrra gáfum við svo út okkar fyrsta geisladisk í fullri lengd undir nafninu My Sweet Baklava. Diskurinn heitir Drops of sound og með okkur á disknum spiluðu meðal annars þeir Smári Þorsteinsson, trommuleikari og Sveinn Rúnar Grímarsson, bassaleikari,“ segir Valgerður. Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Lagið heitir Vi har hinanden og er sungið á dönsku. Við bjuggum um tíma í Danmörku og fjallar textinn um drauma sem rættust, það er að flytja til annars lands og svo eignast barn,“ segir Valgerður Jónsdóttir. Hún skipar sveitina My Sweet Baklava ásamt eiginmanni sínum, Þórði Sævarssyni. Valgerður samdi textann við Vi har hinanden en lagasmíðin var í höndum hennar og Þórðs „Við bjuggum um tíma í Danmörku og eigum yndislegar minningar þaðan. Við fengum einmitt nokkrar vini okkar í Kaupmannahöfn til að senda okkur myndir frá borginni, sem fléttast inn í myndbandið. Þetta er ekta fjölskyldumyndband því dóttir okkar Sylvía kemur fram í myndbandinu. Hún syngur einnig bakraddir í laginu, en auk okkar spilar svo Haraldur Ægir Guðmundsson á kontrabassa,“ segir Valgerður en myndbandið við Vi har hinanden var tekið upp á Safnasvæðinu á Akranesi. Valgerður og Þórður hafa starfað saman í tónlist frá unglingsárunum. „Við höfum samið fjöldann allan af lögum og textum í gegnum tíðina, þó einungis lítið brot hafi ratað í útgáfu. Í fyrra gáfum við svo út okkar fyrsta geisladisk í fullri lengd undir nafninu My Sweet Baklava. Diskurinn heitir Drops of sound og með okkur á disknum spiluðu meðal annars þeir Smári Þorsteinsson, trommuleikari og Sveinn Rúnar Grímarsson, bassaleikari,“ segir Valgerður.
Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira