Þórsteinn lenti í fjórða sæti í Die große Chance Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2014 22:00 Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu. Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu.
Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56