Overwatch er nýjasta nýtt frá Blizzard Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. nóvember 2014 15:03 Górillan Winston mættur leiks. Brynjan hafði forgang yfir laseraðgerðina. VÍSIR/BLIZZARD Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD Leikjavísir Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD
Leikjavísir Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira