Land Rover Discovery Sport af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 15:40 Land Rover Discovery Sport er 7 manna lúxussportjeppi. Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent