Land Rover Discovery Sport af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 15:40 Land Rover Discovery Sport er 7 manna lúxussportjeppi. Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent
Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent