Tónlist

Pólska dauðarokksveitin Behemoth á Eistnaflugi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá tónleikum Behemoth í Kaupmannahöfn í sumar.
Frá tónleikum Behemoth í Kaupmannahöfn í sumar. Vísir/Getty
Tónlistarhátíðin Eistnaflug á Neskaupsstað hefur tilkynnt að „svartdauðakóngarnir í Behemoth“ komi fram á hátíðinni næsta sumar.

Í tilkynningunni segir hljómsveitin hafi verið stofnuð árið 1991 í Gdánsk í Póllandi og sé fyrir löngu orðin ódauðleg. Nýjasta plata þeirra, The Satanist, hefur vakið mikla athygli og þykir með því besta sem sveitin hefur sent frá sér. Segir í tilkynningu að „tónleikaumfjallanir séu eftir því.“

Eistnaflug hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein stærsta tónlistarhátíð landsins en á meðal annarra hljómsveita sem hafa tilkynnt komu sína næsta sumar eru Skálmöld, Brain Police, Vampire og Godflesh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.