Citroën C4 Cactus rýkur út í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2014 13:17 Franski bílaframleiðandin PSA/Peugeot-Citroën virðist á talsverðri uppleið og skemmst er að minnast þess að Peugeot 308 var valinn bíll ársins í Evrópu í ár og reyndar einnig á Íslandi. Hann er þó ekki eini bíll fyrirtæksins sem gengur afar vel í sölu því Citroën C4 Cactus selst svo vel að PSA þarf að auka verulega við framleiðslu hans. Citroën þarf að bæta við auka vakt í þeirri verksmiðju sem bíllinn er framleiddur í og verður því unnið að smíði hans allan sólarhringinn. Með því eykst framleiðslan á bílnum um ríflega 20%, sem er þó alls ekki víst að muni duga til að anna eftirspurn. Þessi bíll er væntanlegur til Brimborgar fljótlega á næsta ári og hefur að sögn Brimborgarmanna talsvert verið spurt um hann. Citroën C4 Cactus er smár jepplingur sem stendur hærra á vegi en hefbundinn C4 bíll. Hann er tiltölulega ódýr bíll í þessum flokki og veldur þar mest að hann er smíðaður á sama undirvagni og nýlegir Citroën C3 og Peugeot 208 bílar, en þó þurfti að lengja hann aðeins. Bíllinn á að þjóna kaupendum sem kjósa bíl sem hentar við margskonar aðstæður en er samt mjög eyðslugrannur og þar virðist Citroën hafa hitt í mark. Sérfræðingar í bílasölu í Evrópu spá því að þessi bíll muni seljast í 50-100.000 eintökum á ári, sem er alls ekki slæmt fyrir nýjan bíl sem ekki á eiginlegan forvera. Það skondna við þessa framleiðsluaukningu, sem fer fram í Villaverde bílaverksmiðju PSA nálægt Madrid á Spáni, er það að til stóð að loka henni fyrir 2 árum síðan. PSA/Peugeot-Citroën menn eru líklega fegnir því að það hafi ekki verið gert. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent
Franski bílaframleiðandin PSA/Peugeot-Citroën virðist á talsverðri uppleið og skemmst er að minnast þess að Peugeot 308 var valinn bíll ársins í Evrópu í ár og reyndar einnig á Íslandi. Hann er þó ekki eini bíll fyrirtæksins sem gengur afar vel í sölu því Citroën C4 Cactus selst svo vel að PSA þarf að auka verulega við framleiðslu hans. Citroën þarf að bæta við auka vakt í þeirri verksmiðju sem bíllinn er framleiddur í og verður því unnið að smíði hans allan sólarhringinn. Með því eykst framleiðslan á bílnum um ríflega 20%, sem er þó alls ekki víst að muni duga til að anna eftirspurn. Þessi bíll er væntanlegur til Brimborgar fljótlega á næsta ári og hefur að sögn Brimborgarmanna talsvert verið spurt um hann. Citroën C4 Cactus er smár jepplingur sem stendur hærra á vegi en hefbundinn C4 bíll. Hann er tiltölulega ódýr bíll í þessum flokki og veldur þar mest að hann er smíðaður á sama undirvagni og nýlegir Citroën C3 og Peugeot 208 bílar, en þó þurfti að lengja hann aðeins. Bíllinn á að þjóna kaupendum sem kjósa bíl sem hentar við margskonar aðstæður en er samt mjög eyðslugrannur og þar virðist Citroën hafa hitt í mark. Sérfræðingar í bílasölu í Evrópu spá því að þessi bíll muni seljast í 50-100.000 eintökum á ári, sem er alls ekki slæmt fyrir nýjan bíl sem ekki á eiginlegan forvera. Það skondna við þessa framleiðsluaukningu, sem fer fram í Villaverde bílaverksmiðju PSA nálægt Madrid á Spáni, er það að til stóð að loka henni fyrir 2 árum síðan. PSA/Peugeot-Citroën menn eru líklega fegnir því að það hafi ekki verið gert.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent