Yfirmenn Honda taka á sig launalækkun vegna afturkallana Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2014 12:03 Honda Jazz. Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent
Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent