Myndbandinu var leikstýrt af Sigurgeiri Þórðarsyni og Guðjóni Hafþóri Ólafssyni en þeir starfa undir nafninu Túkall.
Tökurnar fóru fram við Rauðhóla að hluta til og einnig í yfirgefnu sumarhúsi skammt frá Rauðavatni. Arnar, söngvari sveitarinnar, þurfti svo að fara ofan í ísjökulkalt fen á Mosfellsheiðinni klæddur jakkafötum.
Fyrir þá sem hafa áhuga að sjá sveitina á tónleikum þá kemur Leaves fram á Airwaves-tónlistarhátíðinni miðvikudaginn 5.nóvember í Norðurljósasal Hörpu klukkan 22.30. Þeir munu einnig spila á skemmtistaðnum Boston lagardaginn 8.nóvember klukkan 19.00 en þar fer fram off-venue dagskrá hátíðarinnar.