Stóru liðin ætla að skaffa litlu liðunum bíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. október 2014 23:45 Valdimir Putin og Bernie Ecclestone skiptast á Formúluslúðri. Vísir/Getty Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. Hugmyndin um þriggja bíla lið er víðfræg en Ecclestone segir a hún verði útfærð þannig að þriðji bíllinn verði á vegum annars liðs. Í samtali við dagblaðið Mail í dag gaf hinn 83 ára einráður Formúlu 1, dæmi um hvernig þetta myndi virka. „Liðin myndi skaffa öðru liði þriðja bílinn, til dæmis ef Sauber legði upp laupana, þá gæti stórt lið samið við Sauber. Ferrari til dæmis gæti sagt, við látum ykkur fá bíl, allt sem honum fylgir og við viljum að þessi styrktaraðili sé á honum. Þið getið sett ykkar eigin styrktaraðila, en við viljum að þessi sjáist og við viljum að þið notið þennan ökumann.“ „Liðið yrði þá ekki gjaldþrota er það? Ef Red Bull myndi ákveða að láta Caterham hafa bíl til dæmis þá væri vandi þeirra hugsanlega leystur,“ bætti Ecclestone við. Samningur Ecclestone við liðinn segir að ef færri en 20 bílar taka þátt þá komi til notkunar þriðja bíls. Hann er því enn með smá svigrúm, þar sem 11 lið eru ennþá skráð keppendur í Formúlu 1. Þetta ákvæði samningsins tekur ekki gildi fyrr en lið hefur misst af fleiri en tveimur keppnum. Því mun þriggja bíla reglan í fyrsta lagi koma til kastanna 2015. Til þess þurfa bæði Marussia og Caterham að hætta keppni, bæði lið hafa nú misst vald á eigin fjármunum til aðila sem ríkið tilnefnir til að halda utan um fjárhag þeirra. Bæði liðin leita nú nýrra fjárfesta. „Við þurfum ekki að kynna þriggja bíla Formúlu á þessu stigi vegna þess að liðin mega missa af tveimur keppnum. Þau missa af greiðslum fyrir þessar keppnur en þau tapa ekki stöðu sinni í keppni bílasmiða. Ég hef ekki hugmynd um hvort Marussia muni komast yfir þessa erfiðleika. Það hefði verið betra ef liðið hefði ekki þurft að missa vald á fjárhag sínum,“ sagði Ecclestone að lokum. Það þurfa 16 bílar að mæta í hverja keppni svo ekki sé um brot á samningum við keppnishaldara að ræða. Það eru því miklir hagsmunir fyrir Ecclestone að það komi ekki til þess að færri en 16 bílar verði eftir í Formúlu 1. Formúla Tengdar fréttir Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00 Marchionne: Ferrari þarf að taka áhættur Nýr framkvæmdastjóri Ferrari, Sergio Marchionne segir að Ferrari þurfi að taka áhættur og standa sig til að komast aftur á toppinn. 19. október 2014 23:00 Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bernie Ecclestone segir að samningur sem gerður hefur verið við stærri liðin í Formúlu 1 gæti leitt til þess að þau skaffi minni liðunum bíla. Þetta gæti komið til ef allt stefnir í mikla fækkun keppnisliða. Hugmyndin um þriggja bíla lið er víðfræg en Ecclestone segir a hún verði útfærð þannig að þriðji bíllinn verði á vegum annars liðs. Í samtali við dagblaðið Mail í dag gaf hinn 83 ára einráður Formúlu 1, dæmi um hvernig þetta myndi virka. „Liðin myndi skaffa öðru liði þriðja bílinn, til dæmis ef Sauber legði upp laupana, þá gæti stórt lið samið við Sauber. Ferrari til dæmis gæti sagt, við látum ykkur fá bíl, allt sem honum fylgir og við viljum að þessi styrktaraðili sé á honum. Þið getið sett ykkar eigin styrktaraðila, en við viljum að þessi sjáist og við viljum að þið notið þennan ökumann.“ „Liðið yrði þá ekki gjaldþrota er það? Ef Red Bull myndi ákveða að láta Caterham hafa bíl til dæmis þá væri vandi þeirra hugsanlega leystur,“ bætti Ecclestone við. Samningur Ecclestone við liðinn segir að ef færri en 20 bílar taka þátt þá komi til notkunar þriðja bíls. Hann er því enn með smá svigrúm, þar sem 11 lið eru ennþá skráð keppendur í Formúlu 1. Þetta ákvæði samningsins tekur ekki gildi fyrr en lið hefur misst af fleiri en tveimur keppnum. Því mun þriggja bíla reglan í fyrsta lagi koma til kastanna 2015. Til þess þurfa bæði Marussia og Caterham að hætta keppni, bæði lið hafa nú misst vald á eigin fjármunum til aðila sem ríkið tilnefnir til að halda utan um fjárhag þeirra. Bæði liðin leita nú nýrra fjárfesta. „Við þurfum ekki að kynna þriggja bíla Formúlu á þessu stigi vegna þess að liðin mega missa af tveimur keppnum. Þau missa af greiðslum fyrir þessar keppnur en þau tapa ekki stöðu sinni í keppni bílasmiða. Ég hef ekki hugmynd um hvort Marussia muni komast yfir þessa erfiðleika. Það hefði verið betra ef liðið hefði ekki þurft að missa vald á fjárhag sínum,“ sagði Ecclestone að lokum. Það þurfa 16 bílar að mæta í hverja keppni svo ekki sé um brot á samningum við keppnishaldara að ræða. Það eru því miklir hagsmunir fyrir Ecclestone að það komi ekki til þess að færri en 16 bílar verði eftir í Formúlu 1.
Formúla Tengdar fréttir Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15 Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00 Marchionne: Ferrari þarf að taka áhættur Nýr framkvæmdastjóri Ferrari, Sergio Marchionne segir að Ferrari þurfi að taka áhættur og standa sig til að komast aftur á toppinn. 19. október 2014 23:00 Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00 Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Caterham má missa af tveimur keppnum Bernie Ecclestone er tilbúinn að leyfa Caterham liðinu að sleppa tveimur næstu keppnum til að einbeita sér að því að finna kaupendur. 24. október 2014 22:15
Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. 23. október 2014 22:00
Marchionne: Ferrari þarf að taka áhættur Nýr framkvæmdastjóri Ferrari, Sergio Marchionne segir að Ferrari þurfi að taka áhættur og standa sig til að komast aftur á toppinn. 19. október 2014 23:00
Dennis: Titlar ómögulegir án eigin vélar Ron Dennis, framkvæmdastjóri McLaren telur ómögulegt fyrir formúlu 1 lið að vinna heimsmeistaratitla ef það hannar ekki vélina sjálft. 23. október 2014 08:00
Marussia missir af næstu keppni Bernie Ecclestone, einráður formúlu 1 hefur staðfest að Marussia muni, ásamt Caterham liðinu missa af bandaríska kappakstrinum næstu helgi. 26. október 2014 11:45