Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 09:44 Audi keppnisbílar af ýmsu tagi. Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent
Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent