Viðskipti erlent

Hafa safnað 11 þúsund dölum á Kickstarter

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/NoPhone Kickstarter
„Við kynnum NoPhone. Tæknilausan staðgengil fyrir stöðug hönd-sími tengingu,“ segir á Kickstartersíðu verkefnisins. NoPhone er ætlað að vinna gegn símafíkn og því hve háðir einstaklingar eru símum sínum.

Á síðunni segir að símafíkn sé raunveruleg og hana sé að finna víða. „Hún skemmir stefnumót þín. Hún dregur athygli þína á tónleikum. Hún truflar þig í bíóhúsum. Hún teppir gangstéttir. Nú er fundin raunveruleg lausn.“

„Síminn“ er í raun bara þrívíddarprentað plaststykki, 14 sentímetrar á hæð, 6,7 á breidd og 7,3 millimetrar á þykkt. Þrátt fyrir augljóslega mjög takmarkað notkunargildi NoPhone hafa 582 manns stutt verkefnið þegar þetta er skrifað. Alls hafa safnast 11,576 dalir eða tæ ein milljón og fjögur hundruð þúsund krónur.

Tveir hafa lagt verkefninu 108 dali eða meira og því fá þeir 10 NoPhone þegar þeir koma á markað. Meðfylgjandi verða notkunarbæklingar.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um NoPhone.

Mynd/NoPhone Kickstarter





Fleiri fréttir

Sjá meira


×