Fótbolti

Gylfi: Vildi klára leikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks.

„Við fórum vel yfir leik Lettanna í vikunni og vissum að það yrði erfitt að brjóta þá niður. En við komum okkur í ágæta stöðu þegar fyrsta markið kom og náðum að verða aðeins þolinmóðari.“

„Við þurftum ekki að breyta miklu eftir fyrri hálfleikinn - bara að vera aðeins þolinmóðari.“

„Ég held að rauða spjaldið hafi gert þetta auðveldar fyrir okkur því eftir að fyrsta markið kom fengum við meira sjálfstraust og stjórnuðum leiknum.“

Gylfi fékk högg á ökklann strax á fyrstu mínútu leiksins en harkaði af sér. „Ég fékk töflur frá sjúkraþjálfaranum og lækninum. Ég fann þó fyrir þessu allan leikinn og ég sagði við Heimi í hálfleik að ég fengi að koma út af þegar við næðum að klára leikinn.“

Hann segir of snemmt að meta líkurnar á því að hann nái leiknum gegn Hollandi á mánudag. „Ég er í mjög góðum höndum hjá læknum og sjúkraþjálfurum og vonandi verð ég orðinn góður fyrir mánudaginn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×