Fótbolti

Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Anton
Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær.

Á vefsíðunni fótbolti.net kemur fram að starfsmenn KSÍ hafði þurft að hafa hraðar hendur að útvega skó í gærkvöldi. Adidas og Nike umboðin á Íslandi komu til hjálpar og opnuðu sérstaklega svo hægt væri að fá skópör fyrir landsliðsmennina en samtals þurfti að útvega 26 skópör samkvæmt heimildum fótbolta.net.

Margir landsliðsmenn voru því í nýjum skóm á hádegisæfingunni á Laugardalsvellinum en framundan er leikur við Hollendinga í Dalnum annað kvöld.

Íslenskir fjölmiðlamenn sem ferðuðust með í leiguvélinni frá Ríga í gær voru jafnóheppnir og landsliðsmennirnir því farangur þeirra varð líka eftir í Ríga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×