Hiddink: Svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið | Myndband
„Ég viðurkenni það alveg að ég er svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið því að þeir eru með fullt hús eftir tvo leiki," sagði Guus Hiddink. Ísland er á toppnum með 6 stig og markatöluna 6-0 en hollenska liðið hefur "bara" þrjú stig og er búið að fá á sig þrjú mörk.
„Íslenska landsliðið er ekki bara meðalgott lið, því þetta er baráttuglatt lið sem ofan á það getur einnig spilað fótbolta. Þeir hafa bæði hæfileikaríka leikmenn og skapandi leikmenn," sagði Hiddink og bætti við:
„Fremstu menn liðsins halda alltaf áfram að vinna og að reyna að skapa eitthvað. Þeir láta varnarlínuna aldrei í friði," sagði Hiddink.
„Ísland er með ferskt lið sem hefur þegar náð sér í nokkra reynslu, bæði í lokakeppni yngri landsliða en einnig með því að spila í sterkum deildum," sagði Guus Hiddink.
Það má sjá Guus Hiddink á blaðamannafundinum með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir

Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink
Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun.

Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því
Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn.

Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland
Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland.

Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni
Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun.

Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016.

Ragnar: Ætlum að spila góðan sóknarleik
Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl Íslands, er spenntur að spila gegn eins sterkum leikmönnum og Robin van Persie og Arjen Robben.

Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það
Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær.

Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann.