Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 21:57 Hannes Þór fagnar eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marinó „Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
„Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn