Fótbolti

Aron Einar reiknar ekki með að skera skegg sitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar og Robin van Persie takast í hendur fyrir leikinn í kvöld.
Aron Einar og Robin van Persie takast í hendur fyrir leikinn í kvöld. Vísir/Andri Marinó
„Þetta er ólýsanlegt. Við getum verið stoltir. Leikplanið virkaði og við gáfum nánast engin færi á okkur,“ sagði fyrirliðinn skeggjaði Aron Einar Gunnarsson eftir 2-0 sigurinn á Hollandi.

„Við ætluðum að skora snemma og náðum því,“ sagði Aron Einar. „Þeir fengu eitt færi í fyrri hálfleik þar sem Robben skallaði framhjá.“

Hollendingar urðu örvæntingafyllri í síðari hálfleik og eftir því sem á leikinn leið efldist trú allra með íslenskt blóð í æðum í Laugardalnum.

„Þeir voru farnir í langa bolta, einhvern leik sem við fundum upp á í rauninni.“

Aron Einar hrósaði varnarleiknum hjá liði sínu frá aftasta til fremsta manns.

„Varnarmennirnir okkar fengu hvað mesta yfirdrullu í fyrra þegar við fengum á okkur mörg mörk. Við höfum bætt þetta. Getum varist sem lið. Virkilega sterkt að hafa Jón og Kolla frammi sem berjast og gera svo mikið fyrir okkur.“

Aron skartar vígalegu víkingaskeggi sem hann reiknar ekki með að skera á næstunni.

„Það hefur gengið vel í byrjun tímabils og af hverju að taka það af.“


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×