Lars: Nánast fullkominn varnarleikur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2014 22:19 Leikmenn fögnuðu vel og innilega eftir leikinn í kvöld. Vísir/Andri Marinó Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var rólegur og yfirvegaður þegar hann gekk inn á blaðamannafund eftir frækinn 2-0 sigur á Íslandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Eftir sigurinn er Ísland með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum og markatöluna 8-0. Enginn óraði fyrir þessari mögnuðu byrjun Íslands sem fer vitanlega í sögubækurnar. „Varnarleikurinn var nánast fullkominn,“ voru fyrstu viðbrögð Lars á fundinum. „Auðvitað hefði ég viljað halda boltanum betur en þegar maður skorar snemma gegn liði eins og Hollandi er skiljanlegt að leikurinn þróist á þennan hátt.“ „En þó svo að varnarleikurinn hafi verið í heimsklassa má ekki gleyma því að við sköpuðum færi líka. Ég held að hvort lið hafi átt þrjár marktilraunir. Það eru því til margar mismunandi leiðir til að ná árangri í fótbolta.“ „Öll lið sem ná árangri eru vel skipulögð og með skýra hugmynd um hvernig þau eiga að spila. Það sem við lærðum af síðustu undankeppni hefur borgað sig vel nú.“ Hann hrósaði einnig starfsliði KSÍ og öflugri umgjörð í kringum landsliðið. Það hafi reynst vel þegar jafn stutt er á milli leikja en Ísland vann á föstudagskvöld 3-0 sigur á Lettlandi ytra. „Allt læknaliðið var frábært og viðhorf leikmanna var frábært. Þeir hvíldu vel, borðuðu vel og gerðu allt rétt á æfingum.“ Lagerbäck sagði að þessi frábæra byrjun liðsins í undankeppninni eigi sér margar skýringar. Ein þeirra sé að liðið hafi ákveðið að æfa frekar saman þegar undirbúningur fyrir undankeppnina hófst í stað þess að spila æfingaleik. „Allt liðið náði virkilega vel saman í þessari viku og þeir dagar nýwttust mjög vel. Ég og Heimir vorum búnir að greina síðustu undankeppni og sýndum í kvöld hversu vel við getum varist. Það hófst með Jóni Daða og Kolbeini sem voru frábærir sem fremstu varnarmenn.“ Lagerbäck segir að liðið hafi lært mikið af síðustu undankeppni sem sé mikilvægt, ekki síst í svo ungu liði eins og Ísland teflir fram nú. „Við höfum bætt okkur, bæði í vörn og sókn. Vörnin var góð í flestum leikjum okkar í síðustu undankeppni en nú hefur hún tekið annað framfaraskref. Í kvöld var hún næstum eins góð og hún getur orðið.“ „Við höfum líka bætt sóknarleikinn. Leikmenn lesa aðstæður betu rog vita hvernig þeir eiga að vinna saman, bæði í vörn og sókn. Allir þekkja sín hlutverk og þeir taka sárafáar rangar ákvarðanir.“ Hann segir að viðhorf leikmanna hafi verið frábært síðan hann tók við liðinu og hann óttast ekki að leikmenn ofmetnist nú eftir þessa frábæru byrjun. „Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess. Þessum leikmönnum líkar virkilega vel við hvorn annan og vilja koma heim og spila fyrir hönd sinnar þjóðar. Þegar þeir hittast eru þeir eins og skólabörn að hausti.“ „Það kæmi mér mjög á óvart ef leikmenn færu að breyta viðhorfi sínu nokkuð. En ef það gerist munum við og starfsmennirnir gera allt sem við getum til að halda þeim á jörðinni. Við þurfum að vera eins góðir áhugamannasálfræðingar og mögulegt er.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Walesverjar á toppi síns riðils eins og Íslendingar - úrslit kvöldsins Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús í A-riðli í undankeppni EM 2016 eftir leiki kvöldsins en það eru líka Króatía og Ítalía sem spila í H-riðlinum. Wales er á toppnum í B-riðlinum. 13. október 2014 21:11 Í sigurliði gegn Hollandi en kemst ekki í byrjunarliðið í fallbaráttu í Noregi "Ég sagði einmitt í gríni eftir leikinn að nú væri maður aftur á leið á bekkinn hjá Brann í fallbaráttunni. Það er svolítið antiklimax,“ sagði Birkir Már Sævarsson. 13. október 2014 22:03 Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. 13. október 2014 22:09 Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu "Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld. 13. október 2014 21:32 Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn "Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie. 13. október 2014 21:45 Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Hannes Þór Halldórsson hélt íslenska markinu hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta sem fram fer í Frakklandi 2016. 13. október 2014 21:57 Ragnar: Held þeir hafi búist við okkur aðeins betri "Þetta var glæsilegt. Þetta var það sem við ætluðum okkur og okkur tókst þetta,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands eftir sigurinn glæsilega á Hollandi í kvöld. 13. október 2014 21:30 Aron Einar reiknar ekki með að skera skegg sitt „Þeir voru farnir í langa bolta, einhvern leik sem við fundum upp á í rauninni,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 13. október 2014 22:12 Birkir Bjarna: Var Robben að spila? Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi. 13. október 2014 22:14 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Kári: Vildi frekar spila á móti þeim en Jóni Daða og Kolla Kári Árnason átti stórleik í hjarta varnar íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi í kvöld og náði ásamt Ragnar Sigurðssyni að halda Robin van Persie niðri í leiknum á afmælisdaginn sinn. 13. október 2014 21:41 Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur "Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld. 13. október 2014 21:54 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var rólegur og yfirvegaður þegar hann gekk inn á blaðamannafund eftir frækinn 2-0 sigur á Íslandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Eftir sigurinn er Ísland með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum og markatöluna 8-0. Enginn óraði fyrir þessari mögnuðu byrjun Íslands sem fer vitanlega í sögubækurnar. „Varnarleikurinn var nánast fullkominn,“ voru fyrstu viðbrögð Lars á fundinum. „Auðvitað hefði ég viljað halda boltanum betur en þegar maður skorar snemma gegn liði eins og Hollandi er skiljanlegt að leikurinn þróist á þennan hátt.“ „En þó svo að varnarleikurinn hafi verið í heimsklassa má ekki gleyma því að við sköpuðum færi líka. Ég held að hvort lið hafi átt þrjár marktilraunir. Það eru því til margar mismunandi leiðir til að ná árangri í fótbolta.“ „Öll lið sem ná árangri eru vel skipulögð og með skýra hugmynd um hvernig þau eiga að spila. Það sem við lærðum af síðustu undankeppni hefur borgað sig vel nú.“ Hann hrósaði einnig starfsliði KSÍ og öflugri umgjörð í kringum landsliðið. Það hafi reynst vel þegar jafn stutt er á milli leikja en Ísland vann á föstudagskvöld 3-0 sigur á Lettlandi ytra. „Allt læknaliðið var frábært og viðhorf leikmanna var frábært. Þeir hvíldu vel, borðuðu vel og gerðu allt rétt á æfingum.“ Lagerbäck sagði að þessi frábæra byrjun liðsins í undankeppninni eigi sér margar skýringar. Ein þeirra sé að liðið hafi ákveðið að æfa frekar saman þegar undirbúningur fyrir undankeppnina hófst í stað þess að spila æfingaleik. „Allt liðið náði virkilega vel saman í þessari viku og þeir dagar nýwttust mjög vel. Ég og Heimir vorum búnir að greina síðustu undankeppni og sýndum í kvöld hversu vel við getum varist. Það hófst með Jóni Daða og Kolbeini sem voru frábærir sem fremstu varnarmenn.“ Lagerbäck segir að liðið hafi lært mikið af síðustu undankeppni sem sé mikilvægt, ekki síst í svo ungu liði eins og Ísland teflir fram nú. „Við höfum bætt okkur, bæði í vörn og sókn. Vörnin var góð í flestum leikjum okkar í síðustu undankeppni en nú hefur hún tekið annað framfaraskref. Í kvöld var hún næstum eins góð og hún getur orðið.“ „Við höfum líka bætt sóknarleikinn. Leikmenn lesa aðstæður betu rog vita hvernig þeir eiga að vinna saman, bæði í vörn og sókn. Allir þekkja sín hlutverk og þeir taka sárafáar rangar ákvarðanir.“ Hann segir að viðhorf leikmanna hafi verið frábært síðan hann tók við liðinu og hann óttast ekki að leikmenn ofmetnist nú eftir þessa frábæru byrjun. „Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess. Þessum leikmönnum líkar virkilega vel við hvorn annan og vilja koma heim og spila fyrir hönd sinnar þjóðar. Þegar þeir hittast eru þeir eins og skólabörn að hausti.“ „Það kæmi mér mjög á óvart ef leikmenn færu að breyta viðhorfi sínu nokkuð. En ef það gerist munum við og starfsmennirnir gera allt sem við getum til að halda þeim á jörðinni. Við þurfum að vera eins góðir áhugamannasálfræðingar og mögulegt er.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Walesverjar á toppi síns riðils eins og Íslendingar - úrslit kvöldsins Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús í A-riðli í undankeppni EM 2016 eftir leiki kvöldsins en það eru líka Króatía og Ítalía sem spila í H-riðlinum. Wales er á toppnum í B-riðlinum. 13. október 2014 21:11 Í sigurliði gegn Hollandi en kemst ekki í byrjunarliðið í fallbaráttu í Noregi "Ég sagði einmitt í gríni eftir leikinn að nú væri maður aftur á leið á bekkinn hjá Brann í fallbaráttunni. Það er svolítið antiklimax,“ sagði Birkir Már Sævarsson. 13. október 2014 22:03 Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. 13. október 2014 22:09 Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu "Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld. 13. október 2014 21:32 Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn "Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie. 13. október 2014 21:45 Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Hannes Þór Halldórsson hélt íslenska markinu hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta sem fram fer í Frakklandi 2016. 13. október 2014 21:57 Ragnar: Held þeir hafi búist við okkur aðeins betri "Þetta var glæsilegt. Þetta var það sem við ætluðum okkur og okkur tókst þetta,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands eftir sigurinn glæsilega á Hollandi í kvöld. 13. október 2014 21:30 Aron Einar reiknar ekki með að skera skegg sitt „Þeir voru farnir í langa bolta, einhvern leik sem við fundum upp á í rauninni,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 13. október 2014 22:12 Birkir Bjarna: Var Robben að spila? Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi. 13. október 2014 22:14 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Kári: Vildi frekar spila á móti þeim en Jóni Daða og Kolla Kári Árnason átti stórleik í hjarta varnar íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi í kvöld og náði ásamt Ragnar Sigurðssyni að halda Robin van Persie niðri í leiknum á afmælisdaginn sinn. 13. október 2014 21:41 Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur "Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld. 13. október 2014 21:54 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12
Walesverjar á toppi síns riðils eins og Íslendingar - úrslit kvöldsins Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús í A-riðli í undankeppni EM 2016 eftir leiki kvöldsins en það eru líka Króatía og Ítalía sem spila í H-riðlinum. Wales er á toppnum í B-riðlinum. 13. október 2014 21:11
Í sigurliði gegn Hollandi en kemst ekki í byrjunarliðið í fallbaráttu í Noregi "Ég sagði einmitt í gríni eftir leikinn að nú væri maður aftur á leið á bekkinn hjá Brann í fallbaráttunni. Það er svolítið antiklimax,“ sagði Birkir Már Sævarsson. 13. október 2014 22:03
Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. 13. október 2014 22:09
Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu "Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld. 13. október 2014 21:32
Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn "Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie. 13. október 2014 21:45
Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Hannes Þór Halldórsson hélt íslenska markinu hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta sem fram fer í Frakklandi 2016. 13. október 2014 21:57
Ragnar: Held þeir hafi búist við okkur aðeins betri "Þetta var glæsilegt. Þetta var það sem við ætluðum okkur og okkur tókst þetta,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands eftir sigurinn glæsilega á Hollandi í kvöld. 13. október 2014 21:30
Aron Einar reiknar ekki með að skera skegg sitt „Þeir voru farnir í langa bolta, einhvern leik sem við fundum upp á í rauninni,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 13. október 2014 22:12
Birkir Bjarna: Var Robben að spila? Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi. 13. október 2014 22:14
Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34
Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30
Kári: Vildi frekar spila á móti þeim en Jóni Daða og Kolla Kári Árnason átti stórleik í hjarta varnar íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi í kvöld og náði ásamt Ragnar Sigurðssyni að halda Robin van Persie niðri í leiknum á afmælisdaginn sinn. 13. október 2014 21:41
Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur "Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld. 13. október 2014 21:54