Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. október 2014 13:30 Mercedes fagnar heimsmeistaratitli bílasmiða í fyrsta skipti Vísir/Getty Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. Meira um hvað gerðist í keppninni hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg læsir dekkjunum á fyrsta hring og tapar möguleikanum á að keppa við Hamilton.Vísir/GettyMaður dagsins var Nico RosbergNico Rosberg ætlaði sér að ná forystunni í keppninni strax í upphafi, hann ætlaði sér að komast fram úr Lewis Hamilton. Rosberg læsti dekkjunum illa og þurfti að skipta um dekk á fyrsta hring til að skemma ekki bíl sinn vegna skjálfta frá flötum hluta dekkjanna. „Hver er áætlunin núna,“ spurði Rosberg á öðrum hring eftir að hafa skipt um dekk. „Við þurfum líklega að keyra til loka á þessum dekkjum Nico,“ var svar liðsins við þeirri spurningu. Á áttunda hring sagði Rosberg „Ég er að keyra þannig að ég nái að klára keppnina, bara svo þið vitið það.“ Nico kvartaði svo undan dekkjasliti á 22. hring. Hann sagði svo að dekkin væru að koma til baka á hring 33. „Já auðveldlega, eða kannski ekki auðveldlega en já ég mun ná til loka,“ sagði Rosberg aðspurður um hvort dekkin myndu endast til loka á hring 40 af 53. „Afsakið þetta, þetta var óþarfi,“ sagði Rosberg við liðið eftir keppnina og viðurkenndi að þetta atvik í upphafi. „Takk fyrir frábæran bíl, sem gerði mér fært að endurheimta sætið í keppninni,“ bætti hann svo við. Stoppið var það eina hjá Rosberg í Rússlandi. Hann var í 21. sæti eftir það og hafði nóg að gera við að taka fram úr og vinna sig upp listann. Hann endaði þar sem hann byrjaði en fór lengstu mögulegu leið að því. Var hann ekki einfaldlega of gráðugur í upphafi? Jú sennilega, hefði hugsanlega átt að reyna að stríða Hamilton seinna í keppninni en það gat hann ekki vegna eigin mistaka strax í upphafi. Mistökin gerðu fyrsta rússneska kappaksturinn afar rólegan, miðað við margar keppnir sem hafa farið fram í ár.Ross Brawn á stóran þátt í titli Mercedes, Wolff var fljótur að eigna honum hlut.Vísir/GettyTitill Meredes Mercedes liðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil bílasmiða. Mercedes Benz hefur aldrei áður unnið heimsmeistaratitil bílasmiða, já það hljómar undarlega en er staðreynd. Þegar Mercedes vann síðast heimsmeistarakeppni ökumanna þá var engin keppni fyrir bílasmiði. Liði hefur drottnað í ár og gengið ótrúlega vel. Margt hefur þó mátt fara betur en aðallega virðist liðið hafa skemmt fyrir sjálfu sér, t.d. í Ungverjalandi þegar Rosberg og Hamilton rákust saman. Mercedes náði níundu tvennunni á tímabilinu í Rússlandi, það er bæði fyrsta og öðru sæti í keppni. Liðið er einni tvennu frá meti Mclaren frá 1988. Bæði Niki Lauda og Toto Wolff lögðu mikla áherslu á mikilvægi Ross Brawn í velgengni Mercedes liðsins. Hann lagði mikla vinnu í grunnstoðir fyrirtækisins. Margra ára vinna hefur loksins skilað árangri.Vettel var ekki látinn víkja fyrir Ricciardo.Vísir/GettyEngin liðsskipun hjá Red BullDaniel Ricciardo vildi snemma í keppninni fá að komast fram úr liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. „Ég er að tapa miklum tíma hérna,“ sagði Ricciardo. Honum varð ekkert ágengt að reyna að fá liðið til að skipa Vettel að hleypa honum fram úr.Christian Horner, liðsstjóri Red Bull sagði eftir keppnina að það hefði ekki skipt máli því Ricciardo ætti hvort eð er ekki möguleika á að verða heimsmeistari ökumanna, þótt stærðfræðilegur möguleiki þá er hann stjarnfræðilegur. Fyrir utan það að Red Bull getur lítið hótað Vettel. Hvað ætla þeir að gera, reka manninn sem er að fara til Ferrari?Magnussen lýsti keppninni sem rólegum sunnudags bíltúr.Vísir/GettyBensínfrek braut Brautin í Sochi er ný og í raun vissu liðin ekki almennilega hvað þau voru að fara út í. Mörgum kom á óvart hversu mikið grip var á brautinni. Það leiðir til meiri hraða sem leiðir til aukinnar eldsneytisnotkunar.Kevin Magnussen á McLaren sagði að hann hefði þurft að spara ótrúlega mikið eldsneyti. Hann sagði „ég var hissa á að það væri egnginn að ná mér því ég þurfti að spara svo mikið eldsneyti, þetta var hálfgerður sunnudagsbíltúr.“ Force India liðið var sífellt að minna Sergio Perez á að spara eldsneyti. Hann var virkilega tæpur á að geta skilað einum lítra af eldsneyti til prófana eftir keppni.Jenson Button á McLaren lýsti brautinni sem einni af bensínfrekustu brautunum á keppnisdagatalinu og sagði „Hún er á pari við Melbourne og Abu Dhabi, þar sem við erum tæpastir á eldsneyti.“Kvyat og Tost, keppnisstjóri Toro Rosso féllust í faðma eftir flotta tímatöku.Vísir/GettyDaniil Kvyat Heimamaðurinn ungi, Daniil Kvyat átti drauma tímatöku á laugardaginn. Hans besta í Formúlu 1. Hann ræsti fimmti, beint fyir framan Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hins vega fór ræsingin ekki vel og hann tapaði mörgum sætum. Rússinn endaði í 14. sæti, öruggt er að hann ætlaði sér meira en þetta. Hann hefur að minnsta kosti ætlað að ná í stigasæti. Ætli pressan hafi ekki hreinlega orðið honum ofviða. „Hörmuleg ræsing,“ sagði heimamaðurinn um sína keppni en slök ræsing og mikil þörf til að spara eldsneyti skópu lélegan kappakstur hjá Kvyat. Formúla Tengdar fréttir Svona fór Hamilton að því að vinna Rússlandskappakstrinum - myndband Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi í dag og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni sem fór nú fram í fyrsta sinn í Rússlandi. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 12. október 2014 14:53 Lewis Hamilton vann fjórða kappaksturinn í röð Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. 12. október 2014 12:46 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30 Hamilton á ráspól Lewis Hamilton, Mercedes, verður í ráspól í rússneska kappakstrinum eftir harða baráttu við félaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 11. október 2014 12:38 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur. Meira um hvað gerðist í keppninni hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg læsir dekkjunum á fyrsta hring og tapar möguleikanum á að keppa við Hamilton.Vísir/GettyMaður dagsins var Nico RosbergNico Rosberg ætlaði sér að ná forystunni í keppninni strax í upphafi, hann ætlaði sér að komast fram úr Lewis Hamilton. Rosberg læsti dekkjunum illa og þurfti að skipta um dekk á fyrsta hring til að skemma ekki bíl sinn vegna skjálfta frá flötum hluta dekkjanna. „Hver er áætlunin núna,“ spurði Rosberg á öðrum hring eftir að hafa skipt um dekk. „Við þurfum líklega að keyra til loka á þessum dekkjum Nico,“ var svar liðsins við þeirri spurningu. Á áttunda hring sagði Rosberg „Ég er að keyra þannig að ég nái að klára keppnina, bara svo þið vitið það.“ Nico kvartaði svo undan dekkjasliti á 22. hring. Hann sagði svo að dekkin væru að koma til baka á hring 33. „Já auðveldlega, eða kannski ekki auðveldlega en já ég mun ná til loka,“ sagði Rosberg aðspurður um hvort dekkin myndu endast til loka á hring 40 af 53. „Afsakið þetta, þetta var óþarfi,“ sagði Rosberg við liðið eftir keppnina og viðurkenndi að þetta atvik í upphafi. „Takk fyrir frábæran bíl, sem gerði mér fært að endurheimta sætið í keppninni,“ bætti hann svo við. Stoppið var það eina hjá Rosberg í Rússlandi. Hann var í 21. sæti eftir það og hafði nóg að gera við að taka fram úr og vinna sig upp listann. Hann endaði þar sem hann byrjaði en fór lengstu mögulegu leið að því. Var hann ekki einfaldlega of gráðugur í upphafi? Jú sennilega, hefði hugsanlega átt að reyna að stríða Hamilton seinna í keppninni en það gat hann ekki vegna eigin mistaka strax í upphafi. Mistökin gerðu fyrsta rússneska kappaksturinn afar rólegan, miðað við margar keppnir sem hafa farið fram í ár.Ross Brawn á stóran þátt í titli Mercedes, Wolff var fljótur að eigna honum hlut.Vísir/GettyTitill Meredes Mercedes liðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil bílasmiða. Mercedes Benz hefur aldrei áður unnið heimsmeistaratitil bílasmiða, já það hljómar undarlega en er staðreynd. Þegar Mercedes vann síðast heimsmeistarakeppni ökumanna þá var engin keppni fyrir bílasmiði. Liði hefur drottnað í ár og gengið ótrúlega vel. Margt hefur þó mátt fara betur en aðallega virðist liðið hafa skemmt fyrir sjálfu sér, t.d. í Ungverjalandi þegar Rosberg og Hamilton rákust saman. Mercedes náði níundu tvennunni á tímabilinu í Rússlandi, það er bæði fyrsta og öðru sæti í keppni. Liðið er einni tvennu frá meti Mclaren frá 1988. Bæði Niki Lauda og Toto Wolff lögðu mikla áherslu á mikilvægi Ross Brawn í velgengni Mercedes liðsins. Hann lagði mikla vinnu í grunnstoðir fyrirtækisins. Margra ára vinna hefur loksins skilað árangri.Vettel var ekki látinn víkja fyrir Ricciardo.Vísir/GettyEngin liðsskipun hjá Red BullDaniel Ricciardo vildi snemma í keppninni fá að komast fram úr liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. „Ég er að tapa miklum tíma hérna,“ sagði Ricciardo. Honum varð ekkert ágengt að reyna að fá liðið til að skipa Vettel að hleypa honum fram úr.Christian Horner, liðsstjóri Red Bull sagði eftir keppnina að það hefði ekki skipt máli því Ricciardo ætti hvort eð er ekki möguleika á að verða heimsmeistari ökumanna, þótt stærðfræðilegur möguleiki þá er hann stjarnfræðilegur. Fyrir utan það að Red Bull getur lítið hótað Vettel. Hvað ætla þeir að gera, reka manninn sem er að fara til Ferrari?Magnussen lýsti keppninni sem rólegum sunnudags bíltúr.Vísir/GettyBensínfrek braut Brautin í Sochi er ný og í raun vissu liðin ekki almennilega hvað þau voru að fara út í. Mörgum kom á óvart hversu mikið grip var á brautinni. Það leiðir til meiri hraða sem leiðir til aukinnar eldsneytisnotkunar.Kevin Magnussen á McLaren sagði að hann hefði þurft að spara ótrúlega mikið eldsneyti. Hann sagði „ég var hissa á að það væri egnginn að ná mér því ég þurfti að spara svo mikið eldsneyti, þetta var hálfgerður sunnudagsbíltúr.“ Force India liðið var sífellt að minna Sergio Perez á að spara eldsneyti. Hann var virkilega tæpur á að geta skilað einum lítra af eldsneyti til prófana eftir keppni.Jenson Button á McLaren lýsti brautinni sem einni af bensínfrekustu brautunum á keppnisdagatalinu og sagði „Hún er á pari við Melbourne og Abu Dhabi, þar sem við erum tæpastir á eldsneyti.“Kvyat og Tost, keppnisstjóri Toro Rosso féllust í faðma eftir flotta tímatöku.Vísir/GettyDaniil Kvyat Heimamaðurinn ungi, Daniil Kvyat átti drauma tímatöku á laugardaginn. Hans besta í Formúlu 1. Hann ræsti fimmti, beint fyir framan Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hins vega fór ræsingin ekki vel og hann tapaði mörgum sætum. Rússinn endaði í 14. sæti, öruggt er að hann ætlaði sér meira en þetta. Hann hefur að minnsta kosti ætlað að ná í stigasæti. Ætli pressan hafi ekki hreinlega orðið honum ofviða. „Hörmuleg ræsing,“ sagði heimamaðurinn um sína keppni en slök ræsing og mikil þörf til að spara eldsneyti skópu lélegan kappakstur hjá Kvyat.
Formúla Tengdar fréttir Svona fór Hamilton að því að vinna Rússlandskappakstrinum - myndband Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi í dag og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni sem fór nú fram í fyrsta sinn í Rússlandi. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 12. október 2014 14:53 Lewis Hamilton vann fjórða kappaksturinn í röð Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. 12. október 2014 12:46 Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00 Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30 Hamilton á ráspól Lewis Hamilton, Mercedes, verður í ráspól í rússneska kappakstrinum eftir harða baráttu við félaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 11. október 2014 12:38 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Svona fór Hamilton að því að vinna Rússlandskappakstrinum - myndband Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Rússlandi í dag og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni sem fór nú fram í fyrsta sinn í Rússlandi. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 12. október 2014 14:53
Lewis Hamilton vann fjórða kappaksturinn í röð Bretinn Lewis Hamilton vann öruggan sigur í rússneska kappakstrinum í formúlu eitt sem fór fram í Sotsjí í dag og jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 17 stig. 12. október 2014 12:46
Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. 7. október 2014 08:00
Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30
Hamilton á ráspól Lewis Hamilton, Mercedes, verður í ráspól í rússneska kappakstrinum eftir harða baráttu við félaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 11. október 2014 12:38
Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45