Formaður stuðningsmannaklúbbs Lilleström: Rúnar yrði vinsæll kostur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 10:45 Rúnar hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari í þrígang sem þjálfari KR. Vísir/Valli Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Eins og fram hefur komið á Vísi mun Svíinn Magnus Haglund hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið. Í grein sem birtist á Nettavisen er farið yfir hugsanlega arftaka Haglunds, en þar er Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, nefndur til sögunnar, líkt og Morten Tandberg, þjálfari Bærum í norsku B-deildinni, Magnus Powell, aðstoðarþjálfari Lilleström, og Brian Deane, þjálfari Sarpsborg 08. Rúnar er fyrrverandi leikmaður Lilleström og góðvinur Torgeirs Bjarmann, núverandi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu. „Rúnar yrði vinsæll kostur og hann er líklegastur til að taka við starfinu. Hann mun auka stemninguna í Lilleström,“ segir Kenneth Kvebek, formaður stuðningsmannaklúbbs félagsins í samtali við Nettavisen. Morten Tandberg kemur einnig sterklega til greina samkvæmt Nettavisen. Hann hefur gert góða hluti með B-deildarlið Bærum, en ekkert lið í deildinni hefur úr minni fjármunum að spila en Bærum. „Það er gaman að vera orðaður við lið í úrvalsdeildinni,“ segir hinn 35 ára gamli Tandberg í samtali við Nettavisen, en hann segir að hann sé tilbúinn að þjálfa í úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur. Kvebek segir að Tandberg sé spennandi kostur, en hann er þó efins. Kvebek bendir á að það sé allt annað að þjálfa úrvalsdeildarlið og B-deildarlið og Tandberg hefði eflaust gott af því að ná sér fyrst í reynslu sem aðstoðarþjálfari í efstu deild.Brian Deane í búningi Leeds United.Vísir/GettyMagnus Powell og Brian Deane koma einnig til greina samkvæmt Nettavisen, en þykja ekki jafn líklegir og Rúnar og Tandberg. Powell, sem er sænskur, lék um fimm ára skeið með Lillestrom og hefur öðlast dýrmæta reynslu sem aðstoðarþjálfari hjá Haglund. Hann hefur hug á að reyna sig sem aðalþjálfari og er langt kominn með UEFA-Pro námið, en gráðan er sú hæsta sem þjálfarar í Evrópu geta fengið. Þess má geta að Rúnar hefur klárað UEFA-Pro námið. Deane, sem lék þrjá landsleiki fyrir England á sínum tíma og skoraði m.a. fyrsta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þykir hafa gert fína hluti hjá Sarpsborg, en Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu. Í samtali við Nettavisen segir Deane að Lillestrom sé stórt félag og að hann eigi vini sem hafa spilað þar. Englendingurinn segir ennfremur að það sé heiður að vera orðaður við félag af þessari stærðargráðu. Deane hættir hjá Sarpsborg eftir tímabilið, en hann vildi ekki svara því hvort hann hefði fengið einhver starfstilboð að undanförnu.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58 „Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Þjálfari Lilleström hættur - dyrnar opnar fyrir Rúnar? Norska félagið hefur leit að nýjum þjálfara en vill ekkert tjá sig um Rúnar Kristinsson. 14. október 2014 17:58
„Við þurfum að fá svar“ Formaður knattspyrnudeildar KR segir að þjálfaramál liðsins séu efst á baugi þessa dagana. 15. október 2014 12:00