Guðni hlaut barnabókaverðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2014 11:04 Guðni Líndal á verðlaunaafhendingunni í morgun. visir/stefán Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira