Viðskipti erlent

Nýr iMac með hæstu upplausn heimsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple sá um kynninguna.
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple sá um kynninguna. Vísir/AFP
Apple kynnti í dag nýjan iPad Air 2, iPad mini 3 og 27 tommu iMac sem býður upp á sannkallaða ofurupplausn, eða 5k.

iPad Air 2 er léttari og 18 prósent þynnri en forverar sínir, en býr þó yfir hraðvirkari og kröftugri búnaði. Þá hefur skjárinn verið uppfærður og gerður þynnri. Einnig hefur myndavél spjaldtölvanna verið uppfærð.

Apple segir nýju iMac tölvuna bjóða upp á hæstu upplausn sem þekkist í heiminum. Hún er einnig þynnsta iMac tölva sem fyrirtækið hefur framleitt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×