Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliði Viking gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en lokatölur urðu 1-1.
Þeir Sverrir Ingi Ingason, Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í byrjunarliðinu, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inná sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Íslendingarnir þrír í liði Sandnes unnu lífsnauðsynlegan sigur á Sogndal á heimavelli. Hannes Þór Halldórsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hannes Sigurðsson voru allir í byrjunarliði Sandnes sem unnu 1-0 sigur. Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði allan leikinn fyrir Sogndal.

