„Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 12:30 Margrét ætlar að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum í október. mynd/úr einkasafni „Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“ Meistaramánuður Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
„Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“
Meistaramánuður Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira