Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. október 2014 06:04 Rosberg var óstöðvandi í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Í 21 af síðustu 25 keppnum í Japan hefur ökumaður af fremstu ráslínu unnið keppnina. Þar af 12 frá ráspól. Tímatakan er því mikilvæg á Suzuka. Í fyrstu lotu tímatökunnar duttu út: Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia, Kamui Kobayashi og Marcus Ericsson á Caterham og Pastor Maldonado og Romain Grosjean á Lotus. Í annarri lotu virtust Red Bull bílarnir eiga erfitt á brautinni, fyrir loka tilraun lotunnar voru þeir í 11. og 12. sæti. Þeir komu út á brautina og tókst að tryggja sér þáttökurétt í þriðju lotu.Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber duttu út í annari lotu ásamt Nico Hulkenberg og Sergio Perez á Force India og Jean-Eric Vergne og Daniil Kvyat á Toro Rosso.Ricciardo og Red Bull átti erfitt á brautinni í dag.Vísir/GettyÞriðja lota var mjög spennandi, Roserg var á ráspól eftir fyrstu tilraun allra ökumanna, þriðjung af sekúndu fljótari en Hamilton. Red Bull virðist ekki hafa bíl sem hentar í Japan. „Ég er hér til að reyna að vinna, þetta var góður dagur, eitt skref í átt að því að vinna á morgun. Við búumst við því að það rigni á morgun. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Rosberg. „Nico var einkar snöggur í dag. Í dag var einfaldlega ekki minn dagur. Stigunum er útdeilt á morgun, ég hlakka til að takast á við veðrið,“ sagði Hamilton. „Það er gott að nálgast Mercedes, við erum ánægð með þriðja og fjórða sætið. Við gætum átt erfitt í rigningunni, en það er þó þokkalegt bil fyrir aftan okkur svo vonandi getum við barist um verðlaunasæti á morgun,“ sagði Bottas.Vettel, Horner og Helmut Marko, samstarfi þeirra mun ljúka við árslok.Vísir/GettyVettel að fara til Ferrari? Red Bull tilkynnti í morgun að Vettel mun fara til frá liðinu þegar tímabilinu líkur. Sæti hans hjá Red Bull mun taka hinn ungi Daniil Kvyat sem er hjá Toro Rosso núna. Heimildir herma að Ferrari verði skipað Vettel og Raikkonen á næsta ári. Ætli Vettel kitli í fingurna að hefja Ferrari til fyrri frægðar líkt og Michael Schumacher gerði fyrir liðið og Hamilton hefur gert með Mercedes. Alonso er líklega á leiðinni til McLaren. Það virðist nánast eingögnu spurning hver víkur fyrir honum. Ron Dennis er vanur að velja reynslumestu ökumenn sem í boði eru. McLaren yrði samkvæmt því væntanlega skipað Button og Alonso. Eric Boullier hefur þó sagt að Button sé ekki nógu hraður, sem er viss vísbending um að McLaren muni hugsanlega innihalda Alonso og Magnussen. Óljóst er hvað Toro Rosso gerir, nema það að Max Verstappen mun vera þar og Vergne verður ekki þar. Hugsanlega kemur Carlos Sainz Jr. nýr inn í Formúlu 1. Hann er 20 ára, efnilegur ökumaður sem er hluti af uppeldis akademíu Red Bull. Það yrði líklega yngsta ökumannsuppstilling frá upphafi, um 37 ára samanlagður aldur. Því má þó ekki gleyma að þetta er Formúla 1 og allt getur gerst.Valtteri Bottas var bestur af restinni í dag.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir japanska kappaksturinn 2014: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Valtteri Bottas - Williams 4.Felipe Massa - Williams 5.Fernando Alonso - Ferrari 6.Daniel Ricciardo - Red Bull 7.Kevin Magnussen - McLaren 8.Jenson Button - McLaren 9.Sebastian Vettel - Red Bull 10.Kimi Raikkonen - Ferrari 11.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 12.Sergio Perez - Force India 13.Daniil Kvyat - Toro Rosso 14.Nico Hulkenberg - Force India 15.Adrian Sutil - Sauber 16.Esteban Gutierrez - Sauber 17.Romain Grosjean - Lotus 18.Marcus Ericsson - Caterham 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Pastor Maldonado - Lotus - tekur út refsingu fyrir að nota 6. vélina Keppnin á að hefjast klukkan 6:00 í fyrramálið og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 5:30. Það er þó von á illviðri sem gæti haft einhver áhrif á rástíma keppninnar. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00 Max Verstappen sá yngsti frá upphafi Max Verstappen mun taka þátt í æfingu á föstudaginn fyrir japanska kappaksturinn. Hann verður þar með yngsti ökumaður sem hefur tekið þátt í keppnishelgi. En hann verður 17 ára í dag. 30. september 2014 15:00 Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Vettel: Akstursstíll skýrir lélegt gengi Ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel segir að ósamræmi milli aksturseiginleika RB10 bílsins og eigin akstursstíls útskýra hvers vegna illa hefur gengið í ár. 25. september 2014 22:30 Lotus lofar bótum og betrun á næsta ári Lotus liðið hefur átt erfitt tímabil og nú þegar á seinni hluta tímabilsins líður hefur E22 einungis fært liðinu 8 stig í keppni bílasmiða. Í fyrra náði liðið í 315 stig. 28. september 2014 21:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Í 21 af síðustu 25 keppnum í Japan hefur ökumaður af fremstu ráslínu unnið keppnina. Þar af 12 frá ráspól. Tímatakan er því mikilvæg á Suzuka. Í fyrstu lotu tímatökunnar duttu út: Max Chilton og Jules Bianchi á Marussia, Kamui Kobayashi og Marcus Ericsson á Caterham og Pastor Maldonado og Romain Grosjean á Lotus. Í annarri lotu virtust Red Bull bílarnir eiga erfitt á brautinni, fyrir loka tilraun lotunnar voru þeir í 11. og 12. sæti. Þeir komu út á brautina og tókst að tryggja sér þáttökurétt í þriðju lotu.Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber duttu út í annari lotu ásamt Nico Hulkenberg og Sergio Perez á Force India og Jean-Eric Vergne og Daniil Kvyat á Toro Rosso.Ricciardo og Red Bull átti erfitt á brautinni í dag.Vísir/GettyÞriðja lota var mjög spennandi, Roserg var á ráspól eftir fyrstu tilraun allra ökumanna, þriðjung af sekúndu fljótari en Hamilton. Red Bull virðist ekki hafa bíl sem hentar í Japan. „Ég er hér til að reyna að vinna, þetta var góður dagur, eitt skref í átt að því að vinna á morgun. Við búumst við því að það rigni á morgun. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Rosberg. „Nico var einkar snöggur í dag. Í dag var einfaldlega ekki minn dagur. Stigunum er útdeilt á morgun, ég hlakka til að takast á við veðrið,“ sagði Hamilton. „Það er gott að nálgast Mercedes, við erum ánægð með þriðja og fjórða sætið. Við gætum átt erfitt í rigningunni, en það er þó þokkalegt bil fyrir aftan okkur svo vonandi getum við barist um verðlaunasæti á morgun,“ sagði Bottas.Vettel, Horner og Helmut Marko, samstarfi þeirra mun ljúka við árslok.Vísir/GettyVettel að fara til Ferrari? Red Bull tilkynnti í morgun að Vettel mun fara til frá liðinu þegar tímabilinu líkur. Sæti hans hjá Red Bull mun taka hinn ungi Daniil Kvyat sem er hjá Toro Rosso núna. Heimildir herma að Ferrari verði skipað Vettel og Raikkonen á næsta ári. Ætli Vettel kitli í fingurna að hefja Ferrari til fyrri frægðar líkt og Michael Schumacher gerði fyrir liðið og Hamilton hefur gert með Mercedes. Alonso er líklega á leiðinni til McLaren. Það virðist nánast eingögnu spurning hver víkur fyrir honum. Ron Dennis er vanur að velja reynslumestu ökumenn sem í boði eru. McLaren yrði samkvæmt því væntanlega skipað Button og Alonso. Eric Boullier hefur þó sagt að Button sé ekki nógu hraður, sem er viss vísbending um að McLaren muni hugsanlega innihalda Alonso og Magnussen. Óljóst er hvað Toro Rosso gerir, nema það að Max Verstappen mun vera þar og Vergne verður ekki þar. Hugsanlega kemur Carlos Sainz Jr. nýr inn í Formúlu 1. Hann er 20 ára, efnilegur ökumaður sem er hluti af uppeldis akademíu Red Bull. Það yrði líklega yngsta ökumannsuppstilling frá upphafi, um 37 ára samanlagður aldur. Því má þó ekki gleyma að þetta er Formúla 1 og allt getur gerst.Valtteri Bottas var bestur af restinni í dag.Vísir/GettyÚrslit tímatökunnar fyrir japanska kappaksturinn 2014: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Valtteri Bottas - Williams 4.Felipe Massa - Williams 5.Fernando Alonso - Ferrari 6.Daniel Ricciardo - Red Bull 7.Kevin Magnussen - McLaren 8.Jenson Button - McLaren 9.Sebastian Vettel - Red Bull 10.Kimi Raikkonen - Ferrari 11.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 12.Sergio Perez - Force India 13.Daniil Kvyat - Toro Rosso 14.Nico Hulkenberg - Force India 15.Adrian Sutil - Sauber 16.Esteban Gutierrez - Sauber 17.Romain Grosjean - Lotus 18.Marcus Ericsson - Caterham 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Pastor Maldonado - Lotus - tekur út refsingu fyrir að nota 6. vélina Keppnin á að hefjast klukkan 6:00 í fyrramálið og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 5:30. Það er þó von á illviðri sem gæti haft einhver áhrif á rástíma keppninnar.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00 Max Verstappen sá yngsti frá upphafi Max Verstappen mun taka þátt í æfingu á föstudaginn fyrir japanska kappaksturinn. Hann verður þar með yngsti ökumaður sem hefur tekið þátt í keppnishelgi. En hann verður 17 ára í dag. 30. september 2014 15:00 Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Vettel: Akstursstíll skýrir lélegt gengi Ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel segir að ósamræmi milli aksturseiginleika RB10 bílsins og eigin akstursstíls útskýra hvers vegna illa hefur gengið í ár. 25. september 2014 22:30 Lotus lofar bótum og betrun á næsta ári Lotus liðið hefur átt erfitt tímabil og nú þegar á seinni hluta tímabilsins líður hefur E22 einungis fært liðinu 8 stig í keppni bílasmiða. Í fyrra náði liðið í 315 stig. 28. september 2014 21:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00
Max Verstappen sá yngsti frá upphafi Max Verstappen mun taka þátt í æfingu á föstudaginn fyrir japanska kappaksturinn. Hann verður þar með yngsti ökumaður sem hefur tekið þátt í keppnishelgi. En hann verður 17 ára í dag. 30. september 2014 15:00
Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30
Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00
Vettel: Akstursstíll skýrir lélegt gengi Ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel segir að ósamræmi milli aksturseiginleika RB10 bílsins og eigin akstursstíls útskýra hvers vegna illa hefur gengið í ár. 25. september 2014 22:30
Lotus lofar bótum og betrun á næsta ári Lotus liðið hefur átt erfitt tímabil og nú þegar á seinni hluta tímabilsins líður hefur E22 einungis fært liðinu 8 stig í keppni bílasmiða. Í fyrra náði liðið í 315 stig. 28. september 2014 21:00