Hvernig andar þú? Guðni Gunnarsson skrifar 7. október 2014 09:00 Umfang öndunar er umfang lífsins. Meðalmanneskja andar á milli 18–30.000 sinnum á hverjum degi. Meðaltalið er u.þ.b. 24.000 andardrættir á einum sólarhring. Hver einasti andardráttur er tækifæri til vera í vitund og blása upp allar frumur líkamans og fylla þær af orku. Hvernig andar þú? Hvernig nýtir þú þessi 24.000 tækifæri? Súrefni er eitt vanmetnasta næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Við getum verið án matar svo vikum skiptir en við getum einungis verið án súrefnis í fjórar mínútur. Súrefni er forsenda brennslu þrúgusykurs í öllum frumunum okkar sem melta og miðla orkunni um allan líkamann. Andar þú í vitund? Það er lítið rætt um súrefni í næringarbókmenntum samtímans enda lítill hagnaður af þeirri umræðu fyrir markaðskerfin sem við höfum hannað í sameiningu. Engin breyting sem þú framkvæmir hefur jafn afgerandi áhrif á heilsu þína og velsæld eins og að hefja virka öndun í vitund. Andar þú djúpt og reglulega þegar þú nærist? Ef þú andar ekki djúpt á meðan þú nærist, þá skiptir litlu máli hversu næringarríkan mat þú innbyrðir. Takmörkuð öndun verður þess valdandi að súrefnisupptaka og framboð súrefnis til frumanna er skert. Umbreyting fæðunnar og upptaka og nýting mikilvægra næringarefna verður þannig í lágmarki. Súrefni er litarlaust, lyktarlaust og bragðlaust efni. Það hefur þann eiginleika að geta sameinast flest öllum frumefnum og er forsenda brennslu líkamans. Súrefni er einnig nauðsynlegt þegar kemur að meltingu, sem er í raun önnur gerð líkamsbrennslu. Með öðrum orðum er hlutfall súrefnis og næringar í frumunum lykillinn að umbreytingu orkunnar. Súrefni vinnur orku úr fæðunni sem gefur okkur orku til að lifa. Þetta ferli nefnist oxun, sem þýðir sameining súrefnisfruma við efnislegar sameindir. Frumur oxast í líkamanum og þær sjá okkur fyrir næringu, hita og hreinsun. Í súrefninu liggur lífsneistinn sem kveikir bál líkamans. Lífið er eldur og því meira sem við öndum, því betur brennur eldurinn. Jöfn og djúp öndun skapar hægari og sterkari hjartslátt og jafnar og hægir á heilasveiflum. Slík öndun hefur róandi áhrif á líkamann, sem yfirleitt endast langt umfram hefðbundna líkamsrækt. Jöfn og djúp öndun hjálpar líkamanum einnig að halda í skefjum eyðingu og losar hann við óæskileg efni. Blóðið flytur súrefnið til frumanna í líkamanum, en öndunin stjórnar sogæðakerfinu. Sogæðakerfið inniheldur hvítu blóðkornin sem vernda líkamann og hreinsa líffærin. Sogæðakerfið er því nokkurs konar holræsakerfi sem hreinsar líkamann af öllum óæskilegum efnum. Allar frumur líkamans eru verndaðar af sogæðavökva og því er u.þ.b. fjórum sinnum meiri sogæðavökvi í líkamanum heldur en blóð. Sogæðakerfið hefur enga sjálfstæða dælu á borð við hjartað. Eina leiðin til að virkja sogæðakerfið er djúpþindaröndun, almenn hreyfing og samdráttur vöðva- heilda. Sogæðakerfið getur ekki verið skilvirkt nema við öndum inn í fullt rými lungnanna – við verðum aldrei skilvirkari í hreinsun en við erum skilvirk í aðöndun. Það er hægt að mæla nákvæmlega hversu mikið súrefni líkaminn notar á hverri mínútu. Súrefnið ferðast með rauðu blóðkornunum (sem dreifa því um líkamann) í gegnum blóðrásina. Hjartað dælir súrefnismettuðu blóðinu út í vöðvana þegar þeir eru hreyfðir eða þegar þú stundar líkamsrækt. Stóru vöðvarnir í lægri hluta líkamans innihalda mestan vöðvamassa. Súrefnissameindirnar ferðast inn í þessa vöðva og því meira súrefni sem þeir nota, þeim mun betri brennsla á sér stað í líkama þínum. Líkamsform þitt ræðst af því hversu mikið súrefni vöðvar þínir nota þegar þeir eru undir mestu álagi við hreyfingu. Þegar vöðvarnir nota eða umbreyta miklu súrefni á sér stað svokölluð líkamsbrennsla (lífræn efnaskipti). Það þýðir líka að þú ert að brenna bæði sykri og fitu sem eru í vöðvunum, lungun dæla súrefni af skilvirkni, hjartað dælir blóði af meiri skilvirkni og eiginleikar þínir til að melta eru með besta móti. Það verða efnaskipti í vöðvunum þar sem sykursameindir sameinast súrefni og brenna upp. Gæði öndunar þinnar eru mjög mikilvæg. En þó eru aðrir þættir sem spila inn í sem endanlega skilgreina getu þína til að brenna af skilvirkni. Þú þarft nógu mikið magn af súrefni til að skilvirk brennsla geti átt sér stað og þú þarft að geta stýrt þeirri öndun. Kærleikur,Guðni Heilsa Tengdar fréttir Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00 Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00 Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49 "Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00 Ég veit alltaf hvað þú vilt! Ef þú gerir það ekki – þá ertu fórnarlamb! "Ef“ og "hefði“ eru ástarljóð fórnarlambsins. 8. júní 2014 10:00 Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00 Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Um gervisykur Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. 23. september 2014 09:00 Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun? Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. 15. júní 2014 11:50 Mjólk eða eyðilögð mjólk? Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. 29. september 2014 11:00 Allt sem að þú veitir athygli vex og dafnar Guðni Gunnarsson jógameistari og heilsufrömuður vaknar fyrr en flestir á morgnana og setur ekkert ofan í sig sem þjónar ekki tilgangi fyrir líkama eða sál. 30. maí 2014 10:00 Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57 Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48 Að slökkva elda Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. 13. júlí 2014 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Umfang öndunar er umfang lífsins. Meðalmanneskja andar á milli 18–30.000 sinnum á hverjum degi. Meðaltalið er u.þ.b. 24.000 andardrættir á einum sólarhring. Hver einasti andardráttur er tækifæri til vera í vitund og blása upp allar frumur líkamans og fylla þær af orku. Hvernig andar þú? Hvernig nýtir þú þessi 24.000 tækifæri? Súrefni er eitt vanmetnasta næringarefni sem líkaminn þarf á að halda. Við getum verið án matar svo vikum skiptir en við getum einungis verið án súrefnis í fjórar mínútur. Súrefni er forsenda brennslu þrúgusykurs í öllum frumunum okkar sem melta og miðla orkunni um allan líkamann. Andar þú í vitund? Það er lítið rætt um súrefni í næringarbókmenntum samtímans enda lítill hagnaður af þeirri umræðu fyrir markaðskerfin sem við höfum hannað í sameiningu. Engin breyting sem þú framkvæmir hefur jafn afgerandi áhrif á heilsu þína og velsæld eins og að hefja virka öndun í vitund. Andar þú djúpt og reglulega þegar þú nærist? Ef þú andar ekki djúpt á meðan þú nærist, þá skiptir litlu máli hversu næringarríkan mat þú innbyrðir. Takmörkuð öndun verður þess valdandi að súrefnisupptaka og framboð súrefnis til frumanna er skert. Umbreyting fæðunnar og upptaka og nýting mikilvægra næringarefna verður þannig í lágmarki. Súrefni er litarlaust, lyktarlaust og bragðlaust efni. Það hefur þann eiginleika að geta sameinast flest öllum frumefnum og er forsenda brennslu líkamans. Súrefni er einnig nauðsynlegt þegar kemur að meltingu, sem er í raun önnur gerð líkamsbrennslu. Með öðrum orðum er hlutfall súrefnis og næringar í frumunum lykillinn að umbreytingu orkunnar. Súrefni vinnur orku úr fæðunni sem gefur okkur orku til að lifa. Þetta ferli nefnist oxun, sem þýðir sameining súrefnisfruma við efnislegar sameindir. Frumur oxast í líkamanum og þær sjá okkur fyrir næringu, hita og hreinsun. Í súrefninu liggur lífsneistinn sem kveikir bál líkamans. Lífið er eldur og því meira sem við öndum, því betur brennur eldurinn. Jöfn og djúp öndun skapar hægari og sterkari hjartslátt og jafnar og hægir á heilasveiflum. Slík öndun hefur róandi áhrif á líkamann, sem yfirleitt endast langt umfram hefðbundna líkamsrækt. Jöfn og djúp öndun hjálpar líkamanum einnig að halda í skefjum eyðingu og losar hann við óæskileg efni. Blóðið flytur súrefnið til frumanna í líkamanum, en öndunin stjórnar sogæðakerfinu. Sogæðakerfið inniheldur hvítu blóðkornin sem vernda líkamann og hreinsa líffærin. Sogæðakerfið er því nokkurs konar holræsakerfi sem hreinsar líkamann af öllum óæskilegum efnum. Allar frumur líkamans eru verndaðar af sogæðavökva og því er u.þ.b. fjórum sinnum meiri sogæðavökvi í líkamanum heldur en blóð. Sogæðakerfið hefur enga sjálfstæða dælu á borð við hjartað. Eina leiðin til að virkja sogæðakerfið er djúpþindaröndun, almenn hreyfing og samdráttur vöðva- heilda. Sogæðakerfið getur ekki verið skilvirkt nema við öndum inn í fullt rými lungnanna – við verðum aldrei skilvirkari í hreinsun en við erum skilvirk í aðöndun. Það er hægt að mæla nákvæmlega hversu mikið súrefni líkaminn notar á hverri mínútu. Súrefnið ferðast með rauðu blóðkornunum (sem dreifa því um líkamann) í gegnum blóðrásina. Hjartað dælir súrefnismettuðu blóðinu út í vöðvana þegar þeir eru hreyfðir eða þegar þú stundar líkamsrækt. Stóru vöðvarnir í lægri hluta líkamans innihalda mestan vöðvamassa. Súrefnissameindirnar ferðast inn í þessa vöðva og því meira súrefni sem þeir nota, þeim mun betri brennsla á sér stað í líkama þínum. Líkamsform þitt ræðst af því hversu mikið súrefni vöðvar þínir nota þegar þeir eru undir mestu álagi við hreyfingu. Þegar vöðvarnir nota eða umbreyta miklu súrefni á sér stað svokölluð líkamsbrennsla (lífræn efnaskipti). Það þýðir líka að þú ert að brenna bæði sykri og fitu sem eru í vöðvunum, lungun dæla súrefni af skilvirkni, hjartað dælir blóði af meiri skilvirkni og eiginleikar þínir til að melta eru með besta móti. Það verða efnaskipti í vöðvunum þar sem sykursameindir sameinast súrefni og brenna upp. Gæði öndunar þinnar eru mjög mikilvæg. En þó eru aðrir þættir sem spila inn í sem endanlega skilgreina getu þína til að brenna af skilvirkni. Þú þarft nógu mikið magn af súrefni til að skilvirk brennsla geti átt sér stað og þú þarft að geta stýrt þeirri öndun. Kærleikur,Guðni
Heilsa Tengdar fréttir Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00 Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00 Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00 Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49 "Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00 Ég veit alltaf hvað þú vilt! Ef þú gerir það ekki – þá ertu fórnarlamb! "Ef“ og "hefði“ eru ástarljóð fórnarlambsins. 8. júní 2014 10:00 Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00 Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00 Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00 Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14 Um gervisykur Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. 23. september 2014 09:00 Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun? Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. 15. júní 2014 11:50 Mjólk eða eyðilögð mjólk? Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. 29. september 2014 11:00 Allt sem að þú veitir athygli vex og dafnar Guðni Gunnarsson jógameistari og heilsufrömuður vaknar fyrr en flestir á morgnana og setur ekkert ofan í sig sem þjónar ekki tilgangi fyrir líkama eða sál. 30. maí 2014 10:00 Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57 Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48 Að slökkva elda Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. 13. júlí 2014 15:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Að elta síkvika gulrót Markmiðin geta hæglega hamlað, lamað og sent mann í djúpa fjarveru frá lífinu, þegar þau eru byggð á hvata en ekki tilgang 27. júlí 2014 09:00
Að brjóta kubbakastalann – með bros á vör Það er ekki sársaukalaust að byrja á nýjum forsendum þegar maður er orðinn "þroskaður einstaklingur með lífsreynslu“. Það er engum manni auðvelt að vakna upp eftir 20–50 ár sem voru byggð á mis skilningi, höfnun og forsendum vansældar. 3. ágúst 2014 09:00
Umgjörð um náttúrulegt kraftaverk en okkur er alltaf tamt að líta á kraftaverk sem utanaðkomandi afl, eitthvað sem guð eða æðri máttur eða hendingin kemur til leiðar og hefur ekkert með okkur að gera. En hvað ef við ákveðum sjálf að setja kraft í verkið? Það er hægt með vel skipulagðri umgjörð, um leið og við höfum gefið okkur heimild til að lifa í velsæld. 8. september 2014 09:00
Tilgangurinn er þín útfærsla á ást Við gerum þetta öll. Upp að einhverju marki erum við öll á kafi í forsendum skortdýrsins, iðandi í leit að einhverju öðru en því sem við erum og því sem við höfum, núna. 10. ágúst 2014 11:49
"Hef ég sagt þér í dag ...?“ Á meðan ég byrja að leggja drög að því hvernig ég geti komið henni í skilning um hversu óþægilegt þetta sé átta ég mig á því að ég er á fullri ferð inn í að kenna henni um mína eigin vankanta og skort á ást á sjálfum mér. 6. júlí 2014 09:00
Ég veit alltaf hvað þú vilt! Ef þú gerir það ekki – þá ertu fórnarlamb! "Ef“ og "hefði“ eru ástarljóð fórnarlambsins. 8. júní 2014 10:00
Er agi ægilega leiðinlegur? Agi. Þetta er leiðinlegt orð, ekki satt? Við höfum sterkar skoðanir á því þegar aðrir beita okkur aga. 1. september 2014 09:00
Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00
Hjartað er eini heilarinn Ef ég mætti gefa þér ráð í aðeins þremur orðum myndi það hljóma svona: "Segðu alltaf satt.“ Og ef ég mætti bæta nokkrum orðum við ráðið myndi ég segja: "Hvað sem tautar og raular.“ 18. ágúst 2014 09:00
Hugurinn ber þig hálfa leið – en hjartað alla Okkur er tamt að vilja verja hjartað og slá um það varnarhjúp. Í reynslubankanum eru fjölmörg sönnunargögn sem benda til þess að heimurinn sé grimmur og annað fólk sé líka grimmt 26. ágúst 2014 10:14
Um gervisykur Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. 23. september 2014 09:00
Ferðaáætlun, námsáætlun, greiðsluáætlun, lífsáætlun? Það er innstillt í okkur að leika hlutverk fýlda farþegans. Hann vill endilega koma með í bíltúrinn en alls ekki ákveða hvert á að fara. 15. júní 2014 11:50
Mjólk eða eyðilögð mjólk? Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. 29. september 2014 11:00
Allt sem að þú veitir athygli vex og dafnar Guðni Gunnarsson jógameistari og heilsufrömuður vaknar fyrr en flestir á morgnana og setur ekkert ofan í sig sem þjónar ekki tilgangi fyrir líkama eða sál. 30. maí 2014 10:00
Gildi er valið og ígrundað lífsviðhorf Þú átt þér ekki eigin gildi fyrr en þú sest yfir þau viðhorf sem þú hefur um lífið og tilveruna og tekur ákvörðun um það hvort þau henti þér. 22. júní 2014 11:57
Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? 20. júlí 2014 08:48
Að slökkva elda Líf venjulegs manns sem lifir venjulegu lífi í venjulegu húsi felst í hlaupum á milli elda sem hann telur sig þurfa að slökkva sem allra fyrst. 13. júlí 2014 15:00