Landsliðshópur Letta lemstraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 13:45 Aleksandrs Cauņa í leik með Lettlandi árið 2012. Vísir/AFP Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03