Oddný Eir fær bókmenntaverðlaun ESB Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2014 13:59 Oddný Eir Ævarsdóttir Í dag var tilkynnt að Oddný Eir Ævarsdóttir myndi hljóta bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014 en þetta var kynnt á bókamessunni í Frankfurt. Verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. Vinningshafar þessa árs eru auk Oddnýjar: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi). Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins (EUPL) standa þeim löndum opin sem eru þátttakendur í Skapandi Evrópu, sem er fjármögnunaráætlun ESB vegna hinna skapandi- og menningarlegu greina. Á hverju ári sjá landsdómnefndir frá einum þriðja af þátttökulöndunum – 13 að þessu sinni – um að útnefna vinningshöfundana. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. En það sem meira er, þá njóta þeir sömuleiðis aukinnar kynningar og athygli á alþjóðlegum vettvangi. Útgefendur þeirra eru hvattir til þess að sækja um ESB styrki til þess að láta þýða vinningsbækurnar yfir á önnur tungumál og ná þannig til nýrra markaðssvæða. Vinningshöfum þessa árs verða afhent verðlaun sín við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble höllinni í Brussel hinn 18. nóvember, að viðstöddum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um menntun og menningu, þingmönnum á Evrópuþinginu og ítölsku fulltrúunum sem nú er formennskuríki leiðtogaráðsins. EUPL verðlaunin eru skipulögð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samstarfi við Samtök evrópskra bóksala, Evrópska rithöfundasambandið og Samband evrópskra bókaútgefenda. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í dag var tilkynnt að Oddný Eir Ævarsdóttir myndi hljóta bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014 en þetta var kynnt á bókamessunni í Frankfurt. Verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. Vinningshafar þessa árs eru auk Oddnýjar: Ben Blushi (Albaníu), Milen Ruskov (Búlgaríu), Jan Němec (Tékklandi), Makis Tsitas (Grikklandi), Janis Jonevs (Lettlandi), Armin Öhri, (Liechtenstein), Pierre J. Mejlak (Möltu), Ognjen Spahić (Svartfjallalandi), Marente de Moor (Hollandi), Uglješa Šajtinac (Serbíu), Birgül Oğuz (Tyrklandi) og Evie Wyld (Bretlandi). Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins (EUPL) standa þeim löndum opin sem eru þátttakendur í Skapandi Evrópu, sem er fjármögnunaráætlun ESB vegna hinna skapandi- og menningarlegu greina. Á hverju ári sjá landsdómnefndir frá einum þriðja af þátttökulöndunum – 13 að þessu sinni – um að útnefna vinningshöfundana. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. En það sem meira er, þá njóta þeir sömuleiðis aukinnar kynningar og athygli á alþjóðlegum vettvangi. Útgefendur þeirra eru hvattir til þess að sækja um ESB styrki til þess að láta þýða vinningsbækurnar yfir á önnur tungumál og ná þannig til nýrra markaðssvæða. Vinningshöfum þessa árs verða afhent verðlaun sín við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble höllinni í Brussel hinn 18. nóvember, að viðstöddum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um menntun og menningu, þingmönnum á Evrópuþinginu og ítölsku fulltrúunum sem nú er formennskuríki leiðtogaráðsins. EUPL verðlaunin eru skipulögð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samstarfi við Samtök evrópskra bóksala, Evrópska rithöfundasambandið og Samband evrópskra bókaútgefenda.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira