
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag

„En ég hef tekið eftir því á æfingum landsliðsins að hann leggur mikla áherslu á aðferðafræðina og leikskipulag. Liðið spilar því skynsamlega undir hans stjórn,“ segir Koscinkevis en Lettland saknar margra lykilmanna vegna meiðsla auk þess sem að aðrir eru í lítilli leikæfingu.
Pahars lék með Southampton frá 1999 til 2006 og svo á Kýpur í eitt ár áður en hann sneri eftur til uppeldisfélagsins Skonto. Hann gerðist aðstoðarþjálfari síðastnefnda liðsins árið 2010 og tók við því ári síðar.
Hann tók við U-21 landsliði Lettlands í ársbyrjun 2013 og svo A-landsliðinu í júlí sama ár þegar Aleksandrs Starkovs hætti. Liðið vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum undir hans stjórn en hefur ekki tapað fjórum í röð og haldið hreinu í þeim öllum.
„Það er mikil orka í kringum hann og ég tel að hann sé góður kostur fyrir Lettland,“ segir Koscinkevis sem stakk upp á því á sínum tíma að knattspyrnusamband Lettlands leitaði til Lars Lagerbäck þegar það var í þjálfaraleit á sínum tíma - áður en Lagerbäck tók við Íslandi.
„Það var ekki hlustað á það,“ segir hann í léttum dúr. „En ég tel að hann geti náð góðum árangri með liðið. Það sem kemur helst í veg fyrir það eru meiðslavandamál liðsins sem eru mikil um þessar mundir.“
Tengdar fréttir

Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi
Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton.

Landsliðið æfir tvisvar í dag
Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar.

Landsliðshópur Letta lemstraður
Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum.

Lars: Áttum gott spjall við Eyjólf
A-landsliðið nýtur krafta Jóns Daða Böðvarssonar en ekki U21 árs liðið sem á fyrir höndum mikilvæga leiki gegn Dönum.

Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið
Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel.

Strákarnir æfa í Ríga | Myndir
Mæta heimamönnum í mikilvægum leik

„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“
Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins.

Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016.

Rúrik kom Gylfa til að hlæja | Myndband
Landsliðsstjarnan trufluð í viðtali við Vísi fyrir landsliðsæfingu í Riga í dag.