Lettland hefur ekki tapað landsleik á heimavelli sínum, Skonto-leikvanginum í Riga, síðan í júní í fyrra.
Alls hefur liðið leikið fimm leiki í röð án taps á heimavelli og fjóra alls án þess að tapa. Síðasta tap liðsins á heimavelli var þó 5-0 skellur gegn Bosníu og Hersegóviníu þann 7. júní í fyrra.
Þess má svo geta að Lars Lagerbäck mætti Lettlandi fjórum sinnum sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar á sínum tíma. Hann vann tvo, gerði eitt jafntefli og tapaði einum.
Lagerbäck hefur þó aldrei tapað í Riga og haldið hreinu í bæði skiptin sem hann fór með lið sitt þangað. Marian Pahars, núverandi landsilðsþjálfari Lettlands, tók þátt í öllum umræddum leikjum - nema þeim sem Lettland vann.

