Enn reynir á Schumacher-fjölskylduna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2014 12:18 Michael og Ralf Schumacher Vísir/Getty Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. Þýska blaðið Closer segir frá því í dag að Ralf Schumacher, 39 ára bróðir Michael, hafi nú einungis samband við eiginkonu sína Coru í gegnum lögfræðinga. Bild er einnig með fréttir af skilnaði Ralf en hann og eiginkona hans bítast nú um þær 100 milljónir evra sem Ralf hefur unnið sér inn, húsin þeirra í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi sem og forræðið yfir 13 ára syni þeirra David. Ralf Schumacher er sex árum yngri en Michael og keppti á sínum tíma fyrir formúluliðin Jordan, Williams og Toyota en best náði hann fjórða sæti í keppni ökumanna 2001 og 2002 þegar hann keppti fyrir BMW Williams. Cora-Caroline Brinkmann hefur verið eiginkona Ralf Schumacher síðan 2001 en hún vann sem fyrirsæta. Þau eignuðust drenginn í október 2001 eða tæpum mánuði eftir að þau giftu sig. Formúla Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Á meðan formúlugoðsögnin Michael Schumacher er í endurhæfingu eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í frönsku Ölpunum í lok síðasta árs þá stendur yngri bróðir hans í erfiðum skilnaði. Það reynir því mikið á Schumacher-fjölskylduna þessi misserin. Þýska blaðið Closer segir frá því í dag að Ralf Schumacher, 39 ára bróðir Michael, hafi nú einungis samband við eiginkonu sína Coru í gegnum lögfræðinga. Bild er einnig með fréttir af skilnaði Ralf en hann og eiginkona hans bítast nú um þær 100 milljónir evra sem Ralf hefur unnið sér inn, húsin þeirra í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi sem og forræðið yfir 13 ára syni þeirra David. Ralf Schumacher er sex árum yngri en Michael og keppti á sínum tíma fyrir formúluliðin Jordan, Williams og Toyota en best náði hann fjórða sæti í keppni ökumanna 2001 og 2002 þegar hann keppti fyrir BMW Williams. Cora-Caroline Brinkmann hefur verið eiginkona Ralf Schumacher síðan 2001 en hún vann sem fyrirsæta. Þau eignuðust drenginn í október 2001 eða tæpum mánuði eftir að þau giftu sig.
Formúla Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira