Leita að Íslendingum sem spila á japanska flautu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2014 13:47 Strákarnir í Major Pink. „Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum að reyna að gera eitthvað nýtt. Við vildum bæta einhverju við tónlistina til að gera þetta áhugavert,“ segir Gunnar Ingi. Hann skipar hljómsveitina Major Pink ásamt Daníeli Guðnasyni en Major Pink er meira en bara nafn á hljómsveit. „Major Pink er sögupersóna, gamall hermaður sem fer út í tónlist til að betrumbæta tónlistarheiminn. Á þeim tíma sem hann lifir er heimurinn að fara til fjandans eftir kjarnorkustríð og tónlist er eina sem eftir er,“ segir Daníel. Þeir Gunnar Ingi eru búnir að vera vinir síðan þeir voru átta ára en eru 21 árs í dag. „Við stofnuðum hljómsveit í 9. bekk í grunnskóla sem hét Major Pink Disaster sem þróaðist út í þessa hljómsveit. Við erum búnir að vera að semja lögin sjálfir síðan árið 2012 og erum alltaf með bassa- og gítarleikara með okkur þegar við spilum á tónleikum.“ Sveitin gaf nýverið frá sér lagið It‘s Gonne Be Alright, til að fylgja eftir laginu Hope sem var afar vinsælt í sumar. Ef hlustað er vel á nýja lagið eftir flautuhljóðum í laginu má heyra spilað á japönsku flautuna okarinu sem margir þekkja úr tölvuleiknum Zelda. Af hverju ákváðu drengirnir að nota okarinu í laginu? „Zelda er uppáhaldstölvuleikurinn okkar og við spiluðum hann alla okkar æsku. Í þeim tölvuleik er þetta hljóðfæri í forgrunni og við tengdum mikið við þetta. Við keyptum okkur okarinu á eBay og erum að læra á þetta hljóðfæri sjálfir,“ segir Gunnar Ingi en þeir Daníel leita nú að okarinuleikurum. „Við höfum ekki hugmynd um hvort það eru einhverjir okarinuleikarar á landinu. Okkur langar að setja saman okarinusveit á tónleikum hjá okkur. Við viljum fá eins marga okarinuleikara og við getum,“ bætir Gunnar Ingi við en áhugasamir okarinuleikarar geta haft samband við tónlistarmennina í gegnum Facebook eða á tölvupóstfangið majorpinkband@gmail.com.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira