Halldór Orri um Henke: Mannleg samskipti ekki hans sterkasta hlið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2014 10:30 Henrik Larsson gefur Halldóri Orra fá tækifæri í liði Falkenbergs. vísir/samsett „Þetta er náttúrlega algjör snilld, en auðvitað hefði maður viljað taka þátt í þessu,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Falkenbergs í Svíþjóð, um Íslandsmeistaratitilinn sem uppeldisfélag hans Stjarnan vann um síðustu helgi. Það má kannski segja að Halldór Orri hafi valið sér „rangt“ tímabil til að fara í atvinnumennsku, en hann spilaði með Stjörnunni allan sinn feril og á stóran þátt í því að liðið er á þeim stalli sem það er í dag. „Það var bæði rosalega gaman að horfa á þetta og svolítið erfitt,“ viðurkennir Halldór Orri sem var með annan Stjörnumann sem spilar í Svíþjóð, GuðjónBaldvinsson, í heimsókn hjá sér þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Halldóri Orra hafði lengi langað að spreyta sig í atvinnumennsku, en Stjarnan stóð t.a.m. í vegi fyrir honum í byrjun árs 2012 þegar norska félagið Sandnes lagði fram kauptilboð í kantmanninn öfluga. Hann fékk aftur tækifæri í vor þegar sænska félagið Falkenbergs bauð honum eins árs samning sem hann þáði. Þar hafa hlutirnir ekki gengið að óskum fyrir Halldór Orra. „Þetta er búið að vera frekar skrítið tímabil. Ég var að spila á fullu áður en hlé var gert á deildinni og mér gekk vel. Ég var að leggja upp mörk og spilaði sjö leiki í röð. Svo eftir pásana var það bara búið. Ég hef varla verið í hóp síðan þá. Þetta er alveg fáránlegt,“ segir Halldór Orri við Vísi.Henrik Larsson er algjör goðsögn í Svíþjóð.vísir/afpVarla komist í hópinn Halldór Orri kom seint til liðsins, aðeins tveimur vikum fyrir mót, og finnst honum að þjálfarinn, Henrik „Henke“Larsson, goðsögn í lifanda lífi hjá sænskum knattspyrnuunnendum, hafi verið búinn að velja sitt lið á þeim tímapunkti. „Ég fæ fyrst tækifæri þegar kantmaðurinn sem er á undan mér meiðist og þá nýtti ég sénsinn vel. Ég lagði upp nokkur mörk og við fórum að vinna leiki og safna stigum,“ segir Halldór Orri, en eftir erfiða byrjun vann Falkenbergs tvo leiki og gerði fimm jafntefli í þeim ellefu leikjum sem hann spilaði. „Þegar þessi leikmaður jafnaði sig af meiðslunum fór Larsson að setja hann inn á fyrir mig í nokkrum leikjum og svo fór hann aftur í byrjunarliðið. Ég hef varla komist í hóp síðan.“Þegar Vísir ræddi við Halldór Orra í vor eftir undirskriftina kvaðst hann eðlilega spenntur fyrir því að vinna undir stjórn Henrik Larssons, enda um að ræða einn albesta knattspyrnumann Norðurlanda síðustu áratugi. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ sagði Halldór þá.Henrik Larsson virðist ekki hafa mikla trú á Stjörnumanninum.vísir/gettyVerið algjört djók Garðbæingurinn hefur orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með Larsson. Ekki nóg með komast varla í hópinn hjá Falkenbergs þá gefur sænska goðsögnin lítið af sér þegar Halldór Orri reynir að ræða við hann um stöðu súna. „Ég talaði um þetta við hann fyrst þegar ég var búinn að spila og datt svo úr liðinu. Þá sagði hann mér að honum finndist ég þreyttur. Það skildi ég nú ekki. Ég var búinn að hlaupa þarna manna mest í leikjunum á undan og er í efstu tveimur sætunum í öllum hlaupaprófum hjá liðinu. Þegar hann tók mig úr liðinu töpuðum við fimm leikjum í röð og ég fékk ekki mínútu,“ segir Halldór Orri og svörin frá Larsson eru svipað slök þessa dagana. „Þetta er búið að vera algjört djók seinni hluta tímabilsins. Ég hef eitthvað reynt að tala við hann, en hann segir að ég þurfi að skora fleiri mörk á æfingum og sýna mig meira. Ég spilaði svo varaliðsleik á dögunum þar sem ég lagði upp mark og var maður leiksins. Það var ekki nóg; ég var samt ekki í hóp eftir það.“ „Hann er alveg fínn þjálfari og æfingarnar eru oft ágætar, en mannleg samskipti eru ekki hans sterkasta hlið. Allavega ekki af minni reynslu að dæma,“ segir Halldór Orri.Halldór Orri er markahæsti leikmaður í sögu Stjörnunnar í efstu deild með 47 mörk í 106 leikjum.vísir/valliTalar fyrst við Stjörnuna Til allrar lukku fyrir Halldór Orra gerði hann aðeins eins árs samning og er því laus frá Falkenbergs þegar tímabilinu lýkur að þremur umferðum liðnum. „Ég er mjög feginn svona eftir á að hafa ekki gert lengri samning. Ég ætla ekki að vera hérna áfram. Ekki með þennan þjálfara,“ segir hann. „Það eru samt þrír leikir eftir og við erum í fallbaráttu. Maður er ekkert búinn að gefast upp. Ég læt ekki hanka mig á því að standa mig ekki eins og atvinnumaður. Ég held mér í topp formi hérna úti en það er sama hvað maður gerir, það breytir engu.“Silfurskeiðin hefur vafalítið ekkert á móti því að fá Halldór Orra heim.vísir/andri marinóÞað þyrfti ekki að koma neinum á óvart ef Halldór Orri klæðist bláum búningi Stjörnunnar aftur næsta sumar, en hann hefur þó ekki enn verið í sambandi við sitt gamla félag. „Það er mjög freistandi að koma heim og taka þátt í þessu ævintýri í Garðabænum. Það getur alveg vel verið að ég fari aftur í Stjörnuna, en það er ekkert ákveðið,“ segir Halldór Orri, en þýðir þá ekkert fyrir önnur félög einu sinni að hringja? „Ég veit það ekki,“ segir hann og hlær. „Ég myndi alltaf byrja á því að tala við Stjörnuna. Ég hef ekkert heyrt í mönnum þar núna, en ég býst við að gera það þegar ég kem heim eftir tímabilið hérna úti,“ segir Halldór Orri Björnsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfari Halldórs Orra hafnaði Celtic Ronny Deila er valtur í sessi eftir klúðrið í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 27. ágúst 2014 10:30 Larsson gæti yfirgefið Halldór Orra og þjálfað Hólmbert Skoska félagið áhugasamt um að fá sænsku hetjuna aftur til Glasgow. 22. maí 2014 09:45 Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke "Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. 11. mars 2014 07:00 Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira
„Þetta er náttúrlega algjör snilld, en auðvitað hefði maður viljað taka þátt í þessu,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Falkenbergs í Svíþjóð, um Íslandsmeistaratitilinn sem uppeldisfélag hans Stjarnan vann um síðustu helgi. Það má kannski segja að Halldór Orri hafi valið sér „rangt“ tímabil til að fara í atvinnumennsku, en hann spilaði með Stjörnunni allan sinn feril og á stóran þátt í því að liðið er á þeim stalli sem það er í dag. „Það var bæði rosalega gaman að horfa á þetta og svolítið erfitt,“ viðurkennir Halldór Orri sem var með annan Stjörnumann sem spilar í Svíþjóð, GuðjónBaldvinsson, í heimsókn hjá sér þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Halldóri Orra hafði lengi langað að spreyta sig í atvinnumennsku, en Stjarnan stóð t.a.m. í vegi fyrir honum í byrjun árs 2012 þegar norska félagið Sandnes lagði fram kauptilboð í kantmanninn öfluga. Hann fékk aftur tækifæri í vor þegar sænska félagið Falkenbergs bauð honum eins árs samning sem hann þáði. Þar hafa hlutirnir ekki gengið að óskum fyrir Halldór Orra. „Þetta er búið að vera frekar skrítið tímabil. Ég var að spila á fullu áður en hlé var gert á deildinni og mér gekk vel. Ég var að leggja upp mörk og spilaði sjö leiki í röð. Svo eftir pásana var það bara búið. Ég hef varla verið í hóp síðan þá. Þetta er alveg fáránlegt,“ segir Halldór Orri við Vísi.Henrik Larsson er algjör goðsögn í Svíþjóð.vísir/afpVarla komist í hópinn Halldór Orri kom seint til liðsins, aðeins tveimur vikum fyrir mót, og finnst honum að þjálfarinn, Henrik „Henke“Larsson, goðsögn í lifanda lífi hjá sænskum knattspyrnuunnendum, hafi verið búinn að velja sitt lið á þeim tímapunkti. „Ég fæ fyrst tækifæri þegar kantmaðurinn sem er á undan mér meiðist og þá nýtti ég sénsinn vel. Ég lagði upp nokkur mörk og við fórum að vinna leiki og safna stigum,“ segir Halldór Orri, en eftir erfiða byrjun vann Falkenbergs tvo leiki og gerði fimm jafntefli í þeim ellefu leikjum sem hann spilaði. „Þegar þessi leikmaður jafnaði sig af meiðslunum fór Larsson að setja hann inn á fyrir mig í nokkrum leikjum og svo fór hann aftur í byrjunarliðið. Ég hef varla komist í hóp síðan.“Þegar Vísir ræddi við Halldór Orra í vor eftir undirskriftina kvaðst hann eðlilega spenntur fyrir því að vinna undir stjórn Henrik Larssons, enda um að ræða einn albesta knattspyrnumann Norðurlanda síðustu áratugi. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ sagði Halldór þá.Henrik Larsson virðist ekki hafa mikla trú á Stjörnumanninum.vísir/gettyVerið algjört djók Garðbæingurinn hefur orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með Larsson. Ekki nóg með komast varla í hópinn hjá Falkenbergs þá gefur sænska goðsögnin lítið af sér þegar Halldór Orri reynir að ræða við hann um stöðu súna. „Ég talaði um þetta við hann fyrst þegar ég var búinn að spila og datt svo úr liðinu. Þá sagði hann mér að honum finndist ég þreyttur. Það skildi ég nú ekki. Ég var búinn að hlaupa þarna manna mest í leikjunum á undan og er í efstu tveimur sætunum í öllum hlaupaprófum hjá liðinu. Þegar hann tók mig úr liðinu töpuðum við fimm leikjum í röð og ég fékk ekki mínútu,“ segir Halldór Orri og svörin frá Larsson eru svipað slök þessa dagana. „Þetta er búið að vera algjört djók seinni hluta tímabilsins. Ég hef eitthvað reynt að tala við hann, en hann segir að ég þurfi að skora fleiri mörk á æfingum og sýna mig meira. Ég spilaði svo varaliðsleik á dögunum þar sem ég lagði upp mark og var maður leiksins. Það var ekki nóg; ég var samt ekki í hóp eftir það.“ „Hann er alveg fínn þjálfari og æfingarnar eru oft ágætar, en mannleg samskipti eru ekki hans sterkasta hlið. Allavega ekki af minni reynslu að dæma,“ segir Halldór Orri.Halldór Orri er markahæsti leikmaður í sögu Stjörnunnar í efstu deild með 47 mörk í 106 leikjum.vísir/valliTalar fyrst við Stjörnuna Til allrar lukku fyrir Halldór Orra gerði hann aðeins eins árs samning og er því laus frá Falkenbergs þegar tímabilinu lýkur að þremur umferðum liðnum. „Ég er mjög feginn svona eftir á að hafa ekki gert lengri samning. Ég ætla ekki að vera hérna áfram. Ekki með þennan þjálfara,“ segir hann. „Það eru samt þrír leikir eftir og við erum í fallbaráttu. Maður er ekkert búinn að gefast upp. Ég læt ekki hanka mig á því að standa mig ekki eins og atvinnumaður. Ég held mér í topp formi hérna úti en það er sama hvað maður gerir, það breytir engu.“Silfurskeiðin hefur vafalítið ekkert á móti því að fá Halldór Orra heim.vísir/andri marinóÞað þyrfti ekki að koma neinum á óvart ef Halldór Orri klæðist bláum búningi Stjörnunnar aftur næsta sumar, en hann hefur þó ekki enn verið í sambandi við sitt gamla félag. „Það er mjög freistandi að koma heim og taka þátt í þessu ævintýri í Garðabænum. Það getur alveg vel verið að ég fari aftur í Stjörnuna, en það er ekkert ákveðið,“ segir Halldór Orri, en þýðir þá ekkert fyrir önnur félög einu sinni að hringja? „Ég veit það ekki,“ segir hann og hlær. „Ég myndi alltaf byrja á því að tala við Stjörnuna. Ég hef ekkert heyrt í mönnum þar núna, en ég býst við að gera það þegar ég kem heim eftir tímabilið hérna úti,“ segir Halldór Orri Björnsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfari Halldórs Orra hafnaði Celtic Ronny Deila er valtur í sessi eftir klúðrið í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 27. ágúst 2014 10:30 Larsson gæti yfirgefið Halldór Orra og þjálfað Hólmbert Skoska félagið áhugasamt um að fá sænsku hetjuna aftur til Glasgow. 22. maí 2014 09:45 Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke "Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. 11. mars 2014 07:00 Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira
Þjálfari Halldórs Orra hafnaði Celtic Ronny Deila er valtur í sessi eftir klúðrið í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 27. ágúst 2014 10:30
Larsson gæti yfirgefið Halldór Orra og þjálfað Hólmbert Skoska félagið áhugasamt um að fá sænsku hetjuna aftur til Glasgow. 22. maí 2014 09:45
Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke "Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. 11. mars 2014 07:00
Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06