Níu leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld.
Englendingar unnu öruggan 5-0 sigur á San Marinó á Wembley. Phil Jagielka, Wayne Rooney (víti), Danny Welbeck og Andros Townsend skoruðu mörk Englands, auk þess sem Alex Della Valle skoraði sjálfsmark.
Spánverjar töpuðu óvænt fyrir Slóvakíu í Zilina með tveimur mörkum gegn einu. Juraj Kucka kom Slóvökum yfir á 17. mínútu, en varamaðurinn Paco Alcácer jafnaði metin á 82. mínútu. Það var síðan annar varamaður, Miroslav Stoch, sem tryggði Slóvakíu sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok.
Svíar, sem léku án Zlatans Ibrahimovic, gerðu 1-1 jafntefli gegn Rússum á heimavelli. Aleksandr Kokorin kom Rússlandi yfir í fyrri hálfleik, en Ola Toivonen jafnaði metin eftir fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik.
Öll úrslit kvöldsins:
England 5-0 San Marinó
Makedónía 3-2 Lúxemborg
Slóvakía 2-1 Spánn
Hvíta-Rússland 0-2 Úkraína
Litháen 1-0 Eistland
Slóvenía 1-0 Sviss
Lichtenstein 0-0 Svartfjallaland
Moldavía 1-2 Austurríki
Svíþjóð 1-1 Rússland
