Gerir kvikmyndir um venjulegt fólk Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 19:30 Hinn margverðlaunaði breski kvikmyndaleikstjóri, Mike Leigh, er kominn hingað til lands til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld en hann er heiðursgestur hátíðarinnar. Leigh segir að hann geri fyrst og fremst kvikmyndir um venjulegt fólk. Mike Leigh á að baki langan og farsælan feril í bresku leikhúsi og kvikmyndum, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Hann kom til landsins í dag til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni, Mr. Turner, á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og eins og margar fyrri mynda hans er umfjöllunarefnið sterkir einstaklingar. En Mr. Turner fjallar um ævi og störf eins mesta landslagsmálara Breta, J.M.W. Turner, sem var álitinn mikill sérvitringur. Það einkennir flestar þeirra 19 kvikmynda sem Leigh hefur gert að þær fjalla um sterka einstaklinga í óvenjulegum aðstæðum. „Ég starfa við að gera kvikmyndir um fólk og þessi mynd, fjallar um persónu, mann, og þau mögnuðu verk sem hann skapaði. Það er spennan á milli nokkuð sérviturrar og gallaðrar manneskju og háleitra, einstakra og epískra verka,“ segir Leigh. Hann leitar gjarnan til sömu leikaranna aftur og aftur eins og Brenda Blethyn í Leyndarmálum og lygum, þar sem hún leikur konu sem kemst að því að hún á svarta dóttur sem hún sá aldrei og gaf frá sér við fæðingu. „Ef einhver er góður og maður á gott, skapandi samstarf með honum þá leitar maður eftir meiru. Þar sem leikararnir í myndum mínum leika ekki bara sjálfa sig að hætti Hollywood eru þeir í besta skilningi "karakterleikarar", þeir eru fjölhæfir og þeir geta leikið alvörufólk, fólkið á götunni,“ segir Leigh. Timothy Spall sem leikið hefur fyrir Leigh nokkrum sinnum áður leikur Mr. Turner og Leigh segist hafa haft hann í huga fyrir hlutverkið frá upphafi. „Svo sannarlega. Hann virtist eðlilegasta valið og hann stóð sig frábærlega, ég held að þú verðir sammála því,“ sagði leikstjórinn sannfærandi að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hinn margverðlaunaði breski kvikmyndaleikstjóri, Mike Leigh, er kominn hingað til lands til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld en hann er heiðursgestur hátíðarinnar. Leigh segir að hann geri fyrst og fremst kvikmyndir um venjulegt fólk. Mike Leigh á að baki langan og farsælan feril í bresku leikhúsi og kvikmyndum, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Hann kom til landsins í dag til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni, Mr. Turner, á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og eins og margar fyrri mynda hans er umfjöllunarefnið sterkir einstaklingar. En Mr. Turner fjallar um ævi og störf eins mesta landslagsmálara Breta, J.M.W. Turner, sem var álitinn mikill sérvitringur. Það einkennir flestar þeirra 19 kvikmynda sem Leigh hefur gert að þær fjalla um sterka einstaklinga í óvenjulegum aðstæðum. „Ég starfa við að gera kvikmyndir um fólk og þessi mynd, fjallar um persónu, mann, og þau mögnuðu verk sem hann skapaði. Það er spennan á milli nokkuð sérviturrar og gallaðrar manneskju og háleitra, einstakra og epískra verka,“ segir Leigh. Hann leitar gjarnan til sömu leikaranna aftur og aftur eins og Brenda Blethyn í Leyndarmálum og lygum, þar sem hún leikur konu sem kemst að því að hún á svarta dóttur sem hún sá aldrei og gaf frá sér við fæðingu. „Ef einhver er góður og maður á gott, skapandi samstarf með honum þá leitar maður eftir meiru. Þar sem leikararnir í myndum mínum leika ekki bara sjálfa sig að hætti Hollywood eru þeir í besta skilningi "karakterleikarar", þeir eru fjölhæfir og þeir geta leikið alvörufólk, fólkið á götunni,“ segir Leigh. Timothy Spall sem leikið hefur fyrir Leigh nokkrum sinnum áður leikur Mr. Turner og Leigh segist hafa haft hann í huga fyrir hlutverkið frá upphafi. „Svo sannarlega. Hann virtist eðlilegasta valið og hann stóð sig frábærlega, ég held að þú verðir sammála því,“ sagði leikstjórinn sannfærandi að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein