Búðu til þinn eigin ilm Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2014 14:29 Vísir/Getty Hefðbundin ilmvötn eru full af kemískum efnum sem eru talin vera skaðleg heilsunni. Fyrir þá sem vilja forðast öll aukaefni í snyrtivörum er sniðugt að búa þær til sjálfur. Þessi dásamlegi ilmur er án allra skaðlegra efna og hægt að skipta út ilmkjarnaolíum til þess að fá sinn persónulega ilm.Hráefni sem þarf í ilminn:2 tsk býflugnavax 2 tsk möndluolía eða jojoba olía 12 dropar sítrónu ilmkjarnaolía 12 dropar sæt appelsínu ilmkjarnaolía 12 dropar bergamot ilmkjarnaolía 12 dropar lofnarblóma ilmkjarnaolía Ílát fyrir ilminn, til dæmis lítið box undan varasalva.Leiðbeiningar:1.Blandið ilmkjarnaolíunum saman í skál. Hægt er að nota mismunandi hlutföll af ilmkjarnaolíunum eða skipta þeim út fyrir aðrar sem henta hverjum og einum. 2. Setjið 2 teskeiðar af möndluolíunni í aðra skál og verið með það tilbúið áður en býflugnavaxið er brætt 3. Bræðið 2 teskeiðar af býflugnavaxi í potti á meðalhita. 4. Þegar býflugnavaxið er brætt, hellið þá möndluolíunni í pottinn og hrærið saman við býflugnavaxið. Takið pottinn af hellunni og blandið ilmkjarnaolíunum strax saman við. Hærið í smá stund þangað til allt hefur blandast vel saman. 5. Hellið blöndunni um leið og búið er að hræra henni saman í tómt ílát sem er ætlað fyrir ilminn. Setjið lokið á og látið bíða í 10 mínútur. Þá er þessi dásamlegi heimatilbúni ilmur tilbúinn. Njótið! Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hefðbundin ilmvötn eru full af kemískum efnum sem eru talin vera skaðleg heilsunni. Fyrir þá sem vilja forðast öll aukaefni í snyrtivörum er sniðugt að búa þær til sjálfur. Þessi dásamlegi ilmur er án allra skaðlegra efna og hægt að skipta út ilmkjarnaolíum til þess að fá sinn persónulega ilm.Hráefni sem þarf í ilminn:2 tsk býflugnavax 2 tsk möndluolía eða jojoba olía 12 dropar sítrónu ilmkjarnaolía 12 dropar sæt appelsínu ilmkjarnaolía 12 dropar bergamot ilmkjarnaolía 12 dropar lofnarblóma ilmkjarnaolía Ílát fyrir ilminn, til dæmis lítið box undan varasalva.Leiðbeiningar:1.Blandið ilmkjarnaolíunum saman í skál. Hægt er að nota mismunandi hlutföll af ilmkjarnaolíunum eða skipta þeim út fyrir aðrar sem henta hverjum og einum. 2. Setjið 2 teskeiðar af möndluolíunni í aðra skál og verið með það tilbúið áður en býflugnavaxið er brætt 3. Bræðið 2 teskeiðar af býflugnavaxi í potti á meðalhita. 4. Þegar býflugnavaxið er brætt, hellið þá möndluolíunni í pottinn og hrærið saman við býflugnavaxið. Takið pottinn af hellunni og blandið ilmkjarnaolíunum strax saman við. Hærið í smá stund þangað til allt hefur blandast vel saman. 5. Hellið blöndunni um leið og búið er að hræra henni saman í tómt ílát sem er ætlað fyrir ilminn. Setjið lokið á og látið bíða í 10 mínútur. Þá er þessi dásamlegi heimatilbúni ilmur tilbúinn. Njótið!
Heilsa Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira