Búðu til þinn eigin ilm Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2014 14:29 Vísir/Getty Hefðbundin ilmvötn eru full af kemískum efnum sem eru talin vera skaðleg heilsunni. Fyrir þá sem vilja forðast öll aukaefni í snyrtivörum er sniðugt að búa þær til sjálfur. Þessi dásamlegi ilmur er án allra skaðlegra efna og hægt að skipta út ilmkjarnaolíum til þess að fá sinn persónulega ilm.Hráefni sem þarf í ilminn:2 tsk býflugnavax 2 tsk möndluolía eða jojoba olía 12 dropar sítrónu ilmkjarnaolía 12 dropar sæt appelsínu ilmkjarnaolía 12 dropar bergamot ilmkjarnaolía 12 dropar lofnarblóma ilmkjarnaolía Ílát fyrir ilminn, til dæmis lítið box undan varasalva.Leiðbeiningar:1.Blandið ilmkjarnaolíunum saman í skál. Hægt er að nota mismunandi hlutföll af ilmkjarnaolíunum eða skipta þeim út fyrir aðrar sem henta hverjum og einum. 2. Setjið 2 teskeiðar af möndluolíunni í aðra skál og verið með það tilbúið áður en býflugnavaxið er brætt 3. Bræðið 2 teskeiðar af býflugnavaxi í potti á meðalhita. 4. Þegar býflugnavaxið er brætt, hellið þá möndluolíunni í pottinn og hrærið saman við býflugnavaxið. Takið pottinn af hellunni og blandið ilmkjarnaolíunum strax saman við. Hærið í smá stund þangað til allt hefur blandast vel saman. 5. Hellið blöndunni um leið og búið er að hræra henni saman í tómt ílát sem er ætlað fyrir ilminn. Setjið lokið á og látið bíða í 10 mínútur. Þá er þessi dásamlegi heimatilbúni ilmur tilbúinn. Njótið! Heilsa Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið
Hefðbundin ilmvötn eru full af kemískum efnum sem eru talin vera skaðleg heilsunni. Fyrir þá sem vilja forðast öll aukaefni í snyrtivörum er sniðugt að búa þær til sjálfur. Þessi dásamlegi ilmur er án allra skaðlegra efna og hægt að skipta út ilmkjarnaolíum til þess að fá sinn persónulega ilm.Hráefni sem þarf í ilminn:2 tsk býflugnavax 2 tsk möndluolía eða jojoba olía 12 dropar sítrónu ilmkjarnaolía 12 dropar sæt appelsínu ilmkjarnaolía 12 dropar bergamot ilmkjarnaolía 12 dropar lofnarblóma ilmkjarnaolía Ílát fyrir ilminn, til dæmis lítið box undan varasalva.Leiðbeiningar:1.Blandið ilmkjarnaolíunum saman í skál. Hægt er að nota mismunandi hlutföll af ilmkjarnaolíunum eða skipta þeim út fyrir aðrar sem henta hverjum og einum. 2. Setjið 2 teskeiðar af möndluolíunni í aðra skál og verið með það tilbúið áður en býflugnavaxið er brætt 3. Bræðið 2 teskeiðar af býflugnavaxi í potti á meðalhita. 4. Þegar býflugnavaxið er brætt, hellið þá möndluolíunni í pottinn og hrærið saman við býflugnavaxið. Takið pottinn af hellunni og blandið ilmkjarnaolíunum strax saman við. Hærið í smá stund þangað til allt hefur blandast vel saman. 5. Hellið blöndunni um leið og búið er að hræra henni saman í tómt ílát sem er ætlað fyrir ilminn. Setjið lokið á og látið bíða í 10 mínútur. Þá er þessi dásamlegi heimatilbúni ilmur tilbúinn. Njótið!
Heilsa Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið