40.000 nýir aðdáendur á tæpri viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2014 14:34 Í kjölfar þess að Instagram-síðu lögreglunnar var deilt út um allan heim fjölgaði aðdáendum hennar jafnt og þétt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum. Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum.
Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira