Kvöldopnun verður í ELKO í Lindum í kvöld vegna útgáfu FIFA 2015. Samkvæmt tilkynningu frá ELKO mun fyrirtækið bjóða upp á valin sértilboð í kvöld. Búist er við að um þrjú þúsund manns mæti, sé tillit tekið til útgáfuopnana fyrri ára.
Einnig verður kvöldopnun í Gamestöðinni í Smáralindinni, en einnig er þar FIFA mót fyrir þá sem forpöntuðu leikinn.
Báðar sölurnar hefjast klukkan tíu í kvöld, en forpöntuð eintök verða einnig afhent þá.

