Gífurlegur munur á GTA V á milli kynslóða Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2014 16:57 Mynd/Rockstar Nú styttist í að Grand Theft Auto V verði gefinn út á PS4, Xbox One og PC en leikurinn hefur verið uppfærður að miklu leyti. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á leiknum eru að búið er að bæta við vopnum, bílum og tómstundum. Dýralíf hefur verið aukið og umferðin er þéttari. Þá hefur graffíkin verið bætt töluvert og gróður lítur mun betur út. Þar að auki mun netspilun leiksins bjóða upp á að fleiri leikmenn taki þátt. Rúmlega hundrað lögum hefur verið bætt við útvarpsstöðvar leiksins. Ofan á allt saman hefur Rockstar gefið í skyn að boðið verði upp á að spila leikinn með fyrstu persónu sjónarhorni. Karl Slatoff, frá Take Two, segist vonast til þess að viðbæturnar muni fá þá sem þegar hafa keypt leikinn á PS3 og Xbox 360, til að kaupa leikinn aftur. „Já, við höfum selt 34 milljónir eintaka, sem eru mörg eintök,“ hefur Gamespot eftir Karl. „Spurningin er hvort það séu fleiri þarna úti, sem hafi áhuga á að kaupa leikinn? Við trúum því að svo sé.“ Hér að neðan má sjá samanburð að sýnishornum fyrir leikinn úr PS3 annars vegar og PS4 hins vegar. Þar að auki má sjá tvær stiklur fyrir leikinn. GTA V verður gefinn út á PS4 og Xbox One þann 18. nóvember og á PC eftir áramót.Samanburður á trailerum GTA V fyrir PS3 OG PS4 Trailerinn sem birtist á Youtubesíðu Playstation Nýr trailer frá Rockstar Leikjavísir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Nú styttist í að Grand Theft Auto V verði gefinn út á PS4, Xbox One og PC en leikurinn hefur verið uppfærður að miklu leyti. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á leiknum eru að búið er að bæta við vopnum, bílum og tómstundum. Dýralíf hefur verið aukið og umferðin er þéttari. Þá hefur graffíkin verið bætt töluvert og gróður lítur mun betur út. Þar að auki mun netspilun leiksins bjóða upp á að fleiri leikmenn taki þátt. Rúmlega hundrað lögum hefur verið bætt við útvarpsstöðvar leiksins. Ofan á allt saman hefur Rockstar gefið í skyn að boðið verði upp á að spila leikinn með fyrstu persónu sjónarhorni. Karl Slatoff, frá Take Two, segist vonast til þess að viðbæturnar muni fá þá sem þegar hafa keypt leikinn á PS3 og Xbox 360, til að kaupa leikinn aftur. „Já, við höfum selt 34 milljónir eintaka, sem eru mörg eintök,“ hefur Gamespot eftir Karl. „Spurningin er hvort það séu fleiri þarna úti, sem hafi áhuga á að kaupa leikinn? Við trúum því að svo sé.“ Hér að neðan má sjá samanburð að sýnishornum fyrir leikinn úr PS3 annars vegar og PS4 hins vegar. Þar að auki má sjá tvær stiklur fyrir leikinn. GTA V verður gefinn út á PS4 og Xbox One þann 18. nóvember og á PC eftir áramót.Samanburður á trailerum GTA V fyrir PS3 OG PS4 Trailerinn sem birtist á Youtubesíðu Playstation Nýr trailer frá Rockstar
Leikjavísir Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira