"Mikill stökkpallur að vinna þessi verðlaun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2014 21:45 Aðstandendur myndarinnar með verðlaunin. Mynd/Helga Rakel Heimildarmyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg var valin besta heimildarmyndin á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem lauk í dag. Salóme fjallar um fjallar um samband Yrsu við móður sína, Salóme Fannberg veflistakonu. Myndin vann áhorfendaverðlaun á heimildarhátíðinni Skjaldborg í sumar. Vísir náði tali af Helgu Rakel Rafnsdóttur, aðalframleiðanda myndarinnar. Hún var að vonum afar ánægð með árangurinn. „Nordisk Panorama er stærsta heimildar-og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum og það er því mikill stökkpallur að vinna þessi verðlaun. Myndin er því núna að fara á kvikmyndahátíðir í Íran, Póllandi, Rúmeníu og á Spáni,“ segir Helga Rakel. Aðspurð segir hún að þær hafi ekki átt von á því að vinna. „Þetta kom okkur mjög á óvart og það var reyndar líka þannig á Skjaldborg í sumar. Þetta er dálítið áhættusöm mynd, maður var ekki viss hvort að fólk myndi ná henni eða ekki svo við erum bara mjög glaðar með þetta allt saman.“ Salóme verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 6. nóvember nk. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Heimildarmyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg var valin besta heimildarmyndin á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem lauk í dag. Salóme fjallar um fjallar um samband Yrsu við móður sína, Salóme Fannberg veflistakonu. Myndin vann áhorfendaverðlaun á heimildarhátíðinni Skjaldborg í sumar. Vísir náði tali af Helgu Rakel Rafnsdóttur, aðalframleiðanda myndarinnar. Hún var að vonum afar ánægð með árangurinn. „Nordisk Panorama er stærsta heimildar-og stuttmyndahátíð á Norðurlöndum og það er því mikill stökkpallur að vinna þessi verðlaun. Myndin er því núna að fara á kvikmyndahátíðir í Íran, Póllandi, Rúmeníu og á Spáni,“ segir Helga Rakel. Aðspurð segir hún að þær hafi ekki átt von á því að vinna. „Þetta kom okkur mjög á óvart og það var reyndar líka þannig á Skjaldborg í sumar. Þetta er dálítið áhættusöm mynd, maður var ekki viss hvort að fólk myndi ná henni eða ekki svo við erum bara mjög glaðar með þetta allt saman.“ Salóme verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 6. nóvember nk.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira