Myndar áhugaverða staði í Breiðholtinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 15:30 myndir/sig vicious „Ég er alinn upp í Hólahverfi og á unglingsárunum var Breiðholtið kallað Killah Hill í félagahópnum. Mig minnir að það sé úr texta með Cypress Hill,“ segir Siggeir Magnús Hafsteinsson, sem gengur undir listamannsnafninu Sig Vicious.Á Tumblr-síðu hans má finna þrjár myndaseríur undir nafninu Killah Hill en í seríunum eru aðeins myndir úr Breiðholtinu. „Þetta eru áhugaverðir staðir þá stundina sem myndin er tekin,“ segir Siggeir. Hann bjó öll sín uppvaxtarár í Breiðholtinu og flutti þangað aftur fyrir um það bil ári síðan. Ætlar hann að halda áfram með Killah Hill-seríuna?Siggeir, öðru nafni Sig Vicious.„Ég hugsa að ég taki meira þegar það byrjar að snjóa. Það getur allt gerst,“ segir hann. Siggeir er búinn að starfa sem hönnuður í sautján ár en er nýlega byrjaður að taka myndir. „Ég hugsa að ég eigi eftir að gera mun meira af því. Það er svo endalaust margt sem kveikir á innblæstrinum; tónlist, fólk, veður. Mér líður best úti í móa með myndavél,“ segir hann og bætir við að hann taki að sér alls kyns ljósmyndaverkefni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr Killah Hill-seríunni en allar myndirnar má finna hér.Breiðholtslaug.Fellaskóli.Sparkvöllur við Asparfell.Blokkir í Efra-Breiðholti.Veggjakrot.Körfuboltavöllur. Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er alinn upp í Hólahverfi og á unglingsárunum var Breiðholtið kallað Killah Hill í félagahópnum. Mig minnir að það sé úr texta með Cypress Hill,“ segir Siggeir Magnús Hafsteinsson, sem gengur undir listamannsnafninu Sig Vicious.Á Tumblr-síðu hans má finna þrjár myndaseríur undir nafninu Killah Hill en í seríunum eru aðeins myndir úr Breiðholtinu. „Þetta eru áhugaverðir staðir þá stundina sem myndin er tekin,“ segir Siggeir. Hann bjó öll sín uppvaxtarár í Breiðholtinu og flutti þangað aftur fyrir um það bil ári síðan. Ætlar hann að halda áfram með Killah Hill-seríuna?Siggeir, öðru nafni Sig Vicious.„Ég hugsa að ég taki meira þegar það byrjar að snjóa. Það getur allt gerst,“ segir hann. Siggeir er búinn að starfa sem hönnuður í sautján ár en er nýlega byrjaður að taka myndir. „Ég hugsa að ég eigi eftir að gera mun meira af því. Það er svo endalaust margt sem kveikir á innblæstrinum; tónlist, fólk, veður. Mér líður best úti í móa með myndavél,“ segir hann og bætir við að hann taki að sér alls kyns ljósmyndaverkefni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr Killah Hill-seríunni en allar myndirnar má finna hér.Breiðholtslaug.Fellaskóli.Sparkvöllur við Asparfell.Blokkir í Efra-Breiðholti.Veggjakrot.Körfuboltavöllur.
Menning Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira