5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Rikka skrifar 30. september 2014 00:01 Vísir/Getty Nú hefst Meistaramánuður á morgun og hárréttur tími í dag að setja sér raunhæf og uppbyggileg markmið. Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn til að hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. WunderlistMynd/Skjaskot Wunderlist Wunderlist er mjög aðgengilegt forrit sem að minnir þig á það að klára þau verk sem að þú stillir inn á aðgerðarlistann þinn eða “to do listann”. Í forritinu geturðu einnig sett inn þau markmið sem að þú vilt ná hverju sinni, hugmyndum sem að þú færð og innkaupalistann þinn. Innkaupalistanum getur þú svo deilt með öðrum sem eru með sama forrit og öfugt, en hægt er að fá góðar hugmyndir af því hvað á að vera í matinn með Wunderlist.BasecampMynd/Skjaskot Basecamp Basecamp er frábært forrit sem heldur utan um verkefnin þín á þægilegan máta. Í forritinu getur þú sett þér tímamörk á verkefnum, sem hjálpar mörgum við að klára þau, auk þess sem þú getur sett inn hugmyndir þínar og vangaveltur, sem gaman er að fletta upp síðar. Forritið er einnig tilvalið til að setja í tölvuna þína. Notið Basecamp til auðvelda ykkur lífið í vinnunni.ATrackerMynd/skjaskot ATracker ATracker er tímastjórnunarforrit sem er rosalega þægilegt og mjög auðvelt að læra á. Dagatalið er alveg sérstaklega handhægt en þar getur þú sett inn alla þá fundi og öll þau verkefni sem að þú þarft að klára. Þú getur svo reglulega kíkt á skífurit sem að vinnur úr þeim upplýsingum sem að þú settir í dagatalið. Þá sérðu svart á hvítu (reyndar í lit í þessu tilfelli) í hvað þú eyðir tímanum. Þar gæti margt komið á óvart!PomodoroMynd/Skjaskot Pomodoro Pomodoro forritið er frábært fyrir þá sem eiga almennt erfitt með að einbeita sér að verkefnum. Þú setur forritið af stað og tíminn rennur áfram í tuttugu og fimm mínútur. Þá geturðu ákveðið hvort að þú viljir taka fimm eða fimmtán mínútna hlé áður en að tuttugu og fimm mínútna lotan hefst á ný. Þannig gengur þetta koll af kolli… þangað til að verkefnið sem að þú varst að vinna að er allt í einu búið. Vel gert!Habit ListMynd/skjaskot Habit ListHabit List forritið heldur utan um markmiðin þín, hvort sem þau eru lítil eða stór. Forritið er alveg tilvalið fyrir Meistaramánuðinn enda eru þar engin mörk sem að skilja að stór eða lítil markmið, en meiningin er sú sama í Meistaramánuði - að öll markmið, stór og smá, séu jafn mikilvæg! Forritið heldur svo utan um þann árangur sem að þú ert að ná, hvað varðar markmiðin, auk þess sem Habit List heldur þér við efnið með áminningum. Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Nú hefst Meistaramánuður á morgun og hárréttur tími í dag að setja sér raunhæf og uppbyggileg markmið. Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn til að hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. WunderlistMynd/Skjaskot Wunderlist Wunderlist er mjög aðgengilegt forrit sem að minnir þig á það að klára þau verk sem að þú stillir inn á aðgerðarlistann þinn eða “to do listann”. Í forritinu geturðu einnig sett inn þau markmið sem að þú vilt ná hverju sinni, hugmyndum sem að þú færð og innkaupalistann þinn. Innkaupalistanum getur þú svo deilt með öðrum sem eru með sama forrit og öfugt, en hægt er að fá góðar hugmyndir af því hvað á að vera í matinn með Wunderlist.BasecampMynd/Skjaskot Basecamp Basecamp er frábært forrit sem heldur utan um verkefnin þín á þægilegan máta. Í forritinu getur þú sett þér tímamörk á verkefnum, sem hjálpar mörgum við að klára þau, auk þess sem þú getur sett inn hugmyndir þínar og vangaveltur, sem gaman er að fletta upp síðar. Forritið er einnig tilvalið til að setja í tölvuna þína. Notið Basecamp til auðvelda ykkur lífið í vinnunni.ATrackerMynd/skjaskot ATracker ATracker er tímastjórnunarforrit sem er rosalega þægilegt og mjög auðvelt að læra á. Dagatalið er alveg sérstaklega handhægt en þar getur þú sett inn alla þá fundi og öll þau verkefni sem að þú þarft að klára. Þú getur svo reglulega kíkt á skífurit sem að vinnur úr þeim upplýsingum sem að þú settir í dagatalið. Þá sérðu svart á hvítu (reyndar í lit í þessu tilfelli) í hvað þú eyðir tímanum. Þar gæti margt komið á óvart!PomodoroMynd/Skjaskot Pomodoro Pomodoro forritið er frábært fyrir þá sem eiga almennt erfitt með að einbeita sér að verkefnum. Þú setur forritið af stað og tíminn rennur áfram í tuttugu og fimm mínútur. Þá geturðu ákveðið hvort að þú viljir taka fimm eða fimmtán mínútna hlé áður en að tuttugu og fimm mínútna lotan hefst á ný. Þannig gengur þetta koll af kolli… þangað til að verkefnið sem að þú varst að vinna að er allt í einu búið. Vel gert!Habit ListMynd/skjaskot Habit ListHabit List forritið heldur utan um markmiðin þín, hvort sem þau eru lítil eða stór. Forritið er alveg tilvalið fyrir Meistaramánuðinn enda eru þar engin mörk sem að skilja að stór eða lítil markmið, en meiningin er sú sama í Meistaramánuði - að öll markmið, stór og smá, séu jafn mikilvæg! Forritið heldur svo utan um þann árangur sem að þú ert að ná, hvað varðar markmiðin, auk þess sem Habit List heldur þér við efnið með áminningum.
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48
Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00